fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálÍbúar telja skipulagsyfirvöld hafi svikið sig

Íbúar telja skipulagsyfirvöld hafi svikið sig

Reistu ramma sem sýnir hæð fyrirhugaðs húss við Hrauntungu 5

Íbúar í við Hrauntungu og Hraunbrún eru ósóttir við skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði og telja þau hafa svikið samkomulag sem gert hafi verið við íbúa um uppbyggingu á lóð þar sem áður var aðsetur Hjálparsveitar skáta við Hrauntungu.

Þar var samþykkt breyting á deilskipulagi sem gerði ráð fyrir þremur nýjum húsum með samtals fimm íbúðum og hafði útlit þeirra verið teiknað, sem íbúum var tjáð að ætti að tryggja að ekkert óvænt kæmi upp á síðar.

En nýr lóðarhafi, sá eini sem sótti um lóðina, hefur strax fengið samþykkta breytingu á nýja deiliskipulaginu og nú er gert ráð fyrir 8 íbúðum í þessum þremur húsum með hærri vegghæðum en áður.

Þetta eru íbúar alls ósáttir við og ekki síst algjört samráðsleysi.

Reistu þeir í kvöld ramma sem sýnir þá hlið hússins að Hrauntungu 5 sem snýr út af götu og vildum með þessu sýna hversu fáránlegt þetta væri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2