fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálLjósastýring í stað hringtorgs á Reykjanesbraut féll ekki í kramið hjá bæjarstjórn

Ljósastýring í stað hringtorgs á Reykjanesbraut féll ekki í kramið hjá bæjarstjórn

Vegagerðin vill skyndilega ræða framtíðarlausnir

Umhverfis- og skipulagsráð Hafnar­fjarðar hefur haft til umfjöllunar, á tveimur síðustu fundum sínum, tillögur Vegagerðarinnar um úrbætur á Reykja­nesbraut í gegnum Hafnarfjörð.

Tillögurnar fela í sér brýnar úrbætur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu og eru ekki hugsaðar sem varanleg lausn en ættu að verða til bóta í nokkur ár.
Vegagerðin er veghaldari Reykjanes­brautar og í ljósi aukinnar umferðar og bókunar Hafnarfjarðarbæjar lét Vegagerðin verkfræðistofuna Verkís vinna minnisblað með hugmyndum að endurbótum.

Helga Ingólfsdóttir, formaður ráðsins segir áfram þurfi að þrýsta á Alþingi um fjármagn til varanlegra úrbóta sem væru annað hvort mislæg gatnamót eða að brautin fari í stokk með mislægum gatnamótum.

Ljósastýring við Lækjargötu

Hlíðartorg á Reykjanesbraut

Á tíu ára tímabili frá 2007 hafa um 140 óhöpp án meiðsla orðið á hring­torginu við Lækjargötu, 6 slys með litlum meiðslum og 3 alvarleg slys. Til samanburðar má taka gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar þar sem umferð er rúmlega 60% meiri urðu 2 alvarleg slys, 31 slys með litlum meiðslum og 210 óhöpp án meiðsla. Munurinn er því ekki mikill sem gefur fyrirheit um að fjögurra fasa ljósastýring verði ekki hættulegri.
Setja á upp fjögurra fasa ljósastýringu sem þýðir að allar vinstri beygjur verða gerðar á sér grænu ljósi. Eiga ljósin að stytta biðtíma sem gat orðið nokkuð langur fyrir íbúa sem þurftu að fara yfir Reykjanesbrautina.

Hugmyndir úr skýrslu Verkís um ljósastýringu

Lagt er til að ná hraða niður í 60 km/klst við gatnamótin m.a. með hraða­myndavélum og skiltum.

Ljósastýringin leysir hins vegar ekki vandamál til langtíma og ljóst að þarna þurfa að koma mislæg gatnamót. Vega­gerðin vildi afdráttarlaust mislæg gatna­mót við Lækjargötu árið 2002 en meirihluti bæjarstjórnar hafnaði þeim áformum.

Þegar ákveðið var árið 2003 að fresta gerð mislægra gatnamóta við Lækjargötu og setja þar hringtorg var gert ráð fyrir að hringtorgið dygði ekki nema í 10-15 ár en þá þyrftu að koma mislæg gatnamót.

Fleiri beygjuakreinar við Kaplakrika

Reykjanesbraut við Fjarðarhraun

Þá er í hugmyndum Verkís að fjölga beygjuakreinum í tvær fyrir þá sem aka suður Fjarðarhraun og austur Reykja­nesbraut í átt að Garðabæ. Einnig að fjölga beygjuakreinum þeirra sem koma úr hinni áttinni og beygja til vinstri í átt að Garðbæ. Þó er víst að tvöfalda vinstri beygjuakreinin gerir það að bílar verða á báðum akrein­um í átt að Garðabæ sem gerir akstur af hægri beygjuakreininni hæg­ari.

Ein af tillögunum í skýrslu Verkís að breytingu við Fjarðarhraun

Í minnisblaði Verkís er ýmsum hugmyndum velt fram og hermilíkan notað til að fá fram líklegan árangur af aðgerðum. Er svæði frá Lækjargötu að Álftanesvegi skoðað en samspil allra gatnamóta á þessari leið ráða miklu um það hvernig til takist með endurbætur. Samþykkt var á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7. febrúar sl. að ráðast í úrbætur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns en við lestur fundargerðarinnar og fylgigagna er ekki hægt að sjá hvað lausn verður valin þó líklegt sé að það sé tvöföld beygjuakrein á Fjarðarhraun við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut og hins vegar þriðja akreinin til austurs á Reykjanesbraut þannig að hún anni bæði umferð sem beygir til austur úr norðri og suðru.

Umhverfis- og framkvæmdaráð sam­þykkti tillögur Vegagerðarinnar um ljósastýrð gatnamót Reykjanesbrautar og Lækjargötu og einnig að farið verði eftir ítrustu tillögum um hraða­lækkandi aðgerðir.

Bæjarstjón vill að málið verði skoðað betur

Stefnt er að því að breyta gatnamót­unum strax í sumar en þegar málið var kynnt á fundi bæjarstjórnar sl. miðvikudag komu upp efasemdir hjá bæjarfulltrúum sem vísuðu málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs þó málið hafi ekki verið til formlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Voru skoðanir bæjarfulltrúa skiptar um málið þó allir væru sammála um að mjög brýnt væri að finna lausn á málinu. Komu m.a. efasemdir um að bráðabirgðalausn yrði slík en hætt væri við að slíkar lausnir stæðu lengur en ætlað er og hömluðu jafnvel fyrir varanlegri lausn.

Ráðinu er því ætlað að skoða málin enn frekar en brýnt er að finna lausn sem allra fyrst. Engir fjármunir eru til fyrir varanlega lausn en Vegagerðin hefur gert ráð fyrir fjármagni til lagfæringa á gatnamótum Reykjanesbrautar, Hlíðarbergs og Lækjargötu annars vegar og Fjarðarhrauns og Reykjanesbrautar annars vegar.

Viðsnúningur hjá Vegagerðinni – Vill fresta framkvæmdum við gatnamótin við Lækjargötu

Nú ber svo við að þrátt fyrir minnisblað Vegagerðarinnar frá 20. febrúar sl. þar sem veitt er álit á tillögum Verkís um ljósastýrð gatnamót við Lækjargötu, þá hefur borist nýtt erindi frá Vegagerðinni þar sem lagt er til að ekki verði farið í framkvæmdir við hringtorgið í ár. Þess í stað reyni Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær að finna framtíðarlausn fyrir þjóðvegi í Hafnarfirði. Útilokar Vegagerðin þó ekki að hringtorginu verði breytt í umferðarstýrð gatnamót, það fari eftir niðurstöðu viðræðna milli aðila.

Þá kemur einnig fram að engin alvarleg slys hafa verið á hringtorginu við Lækjargötu frá 2016 skv. slysaskráningu lögreglu.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2