Á miðvikudaginn 14. október er síðasti möguleiki á að gera athugasemd við umhverfisskýrslu vegna breytinga á deiliskipulagi Haukasvæðisins.
Breytingin felst aðallega í því að færa um 13 þús. m² byggingarreit fyrir 25 m hátt knatthús austast á svæðið, næst friðaðri Ástjörninni og að skilgreina nýja lóða undir 2.-5. hæða, 100-110 íbúða hús, vestan við íþróttamiðstöðina á lóð íþróttafélagsins.
Skoða má tillögurnar hér.
Ný umhverfisskýrsla vegna breytingar á deiliskipulagi Haukasvæðisins var lögð fram í skipulags- og byggingaráði 11. ágúst sl. eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar 12.06.2020. Samþykkti ráðið að auglýsa umhverfisskýrsluna í samræmi við málsmeðferð deiliskipulags Haukasvæðisins og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar sem staðfesti samhljóða 19. ágúst sl. afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Umhverfisskýrslan vegna deiliskipulagsbreytinga við Ásvelli 1 hefur verið til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 30. ágúst 2020.
Heilbrigðiseftirlitið telur að skýrslan svari ekki áleitnum spurningum
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir í umsögn sinni um umhverfisskýrsluna að Ástjörn sé friðlýst svæði á ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar og sé hluti af fólkvangi Ásfjalls og Ástjarnar. Segir í umsögninni að undirbyggja þurfi allar ákvarðanir og framkvæmdir sem hugsanlega geti valdið þar röskun.
Heilbrigðiseftirlitið telur að umhverfisskýrsla vegna breytinga á deiliskipulagi Ásvalla svari ekki þeim áleitnu spurningum sem vakna um áhrif háreists knattspyrnuhúss á vatnsbúskap Ástjarnar og lífríki hennar.
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skýrsluna eigi síðar en 14.10.2020. Athugasemdir óskast sendar á skipulag@hafnarfjordur.is eða á:
Skoða má umhverfisskýrsluna hér.