fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálLokafrestur á að gera athugasemd við umhverfisskýrslu er á miðvikudag

Lokafrestur á að gera athugasemd við umhverfisskýrslu er á miðvikudag

Heilbrigðiseftirlitið telur umhverfisskýrslan ekki svara áleintum spurningum

Á miðvikudaginn 14. október er síðasti möguleiki á að gera athugasemd við umhverfisskýrslu vegna breytinga á deiliskipulagi Haukasvæðisins.

Breytingin felst aðallega í því að færa um 13 þús. m² byggingarreit fyrir 25 m hátt knatthús austast á svæðið, næst friðaðri Ástjörninni og að skilgreina nýja lóða undir 2.-5. hæða, 100-110 íbúða hús, vestan við íþróttamiðstöðina á lóð íþróttafélagsins.

Hugmynd að útliti bygginga á íþróttasvæði Hauka á Ásvöllum

Skoða má tillögurnar hér.

Ný umhverfisskýrsla vegna breytingar á deiliskipulagi Haukasvæðisins var lögð fram í skipulags- og byggingaráði 11. ágúst sl. eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar 12.06.2020. Samþykkti ráðið að auglýsa umhverfisskýrsluna í samræmi við málsmeðferð deiliskipulags Haukasvæðisins og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar sem staðfesti samhljóða 19. ágúst sl. afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Umhverfisskýrslan vegna deiliskipulagsbreytinga við Ásvelli 1 hefur verið til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu 6, frá 30. ágúst 2020.

Heilbrigðiseftirlitið telur að skýrslan svari ekki áleitnum spurningum

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir í umsögn sinni um umhverfisskýrsluna að Ástjörn sé friðlýst svæði á ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar og sé hluti af fólkvangi Ásfjalls og Ástjarnar. Segir í umsögninni að undirbyggja þurfi allar ákvarðanir og framkvæmdir sem hugsanlega geti valdið þar röskun.

Heilbrigðiseftirlitið telur að umhverfisskýrsla vegna breytinga á deiliskipulagi Ásvalla svari ekki þeim áleitnu spurningum sem vakna um áhrif háreists knattspyrnuhúss á vatnsbúskap Ástjarnar og lífríki hennar.

Deiliskipulagstillagan er hægra megin. Sjá má að gert er ráð fyrir göngustíg við Burknavelli sem nú er verið að leggja.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skýrsluna eigi síðar en 14.10.2020. Athugasemdir óskast sendar á skipulag@hafnarfjordur.is eða á:

Skoða má umhverfisskýrsluna hér.

Helstu
áhrifaþættir eru ásýnd, landnotkun m.t.t. umferðar og fjölda bílastæða og áhrif á vatnafar
Yfirlit yfir vægi umhverfisáhrifa

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2