fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirPólitíkNý skipulagslýsing fyrir Hraun vestur samþykkt á aukafundi í skipulags- og byggingarráði...

Ný skipulagslýsing fyrir Hraun vestur samþykkt á aukafundi í skipulags- og byggingarráði í morgun

Bókað á víxl um ábyrgð á skipulagsklúðri

Skipulags- og byggingarráð samþykkti á aukafundi sínum í morgun að draga til baka skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi vegna Hrauns vestur, svæði sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni, Helluhrauni og Flatahrauni, sem ráðið samþykkti 30.4.2018.

Var ný skipulagslýsing fyrir sama svæði samþykkt á fundinum og þessum samþykktum vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Í yfirlýsingu fulltrúa Samfylkingar og Bæjarlistans segir m.a.: „Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans árétta að sú aðalskipulagsbreyting sem hér er boðuð á að vera unnin á grunni rammaskipulagstillögu frá árinu 2018, sem var unnin í samráði við hagaðila, kynnt almenningi á þremur opnum fundum og samþykkt í skipulags- og byggingarráði og mikil sátt er um. Þannig verði tryggt að deiliskipulagsáætlanir einstakra áfanga, hverfishluta eða verkefna innan þessa hverfis verði unnar á samræmdan hátt með sameiginlegt markmið.
Verklag við fyrsta deiliskipulagsáfanga á svæðinu hefur leitt málið í þá furðulegu stöðu að faglegt rammaskipulag hefur ekkert gildi, en nú skal aðalskipulaginu breytt til þess að hleypa einum framkvæmdaaðila af stað án allrar tengingar við nánast umhverfi.“

Tvisvar var gert hlé á fundinum og eftir fyrsta hlé bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks: „Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 var unnið og samþykkt í tíð meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árin 2010-2014. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs harmar að með óvönduðum vinnubrögðum við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 hafi misræmi komið fram í greinargerð aðalskipulagsins sem hefur leitt til athugasemda frá Skipulagsstofnun varðandi deiliskipulagstillögu Hraun vestur, Gjótur. Skipulagsstofnun gerir þá athugasemd við deiliskipulagstillöguna að á umræddu svæði sem er merkt sem íbúðarsvæði (ÍB2) í aðalskipulagi Hafnarfjarðar sé einungis gert ráð fyrir 60 íbúðum sem sé í ósamræmi við aðalskipulagið. Á nokkrum stöðum greinargerðar aðalskipulagsins kemur skýr vilji fram um þétta byggð íbúða í sambýli við léttan iðnað, verslanir o.fl. sem er fyrir á svæðinu. Einnig er skýr vilji varðandi uppbyggingu á svæðinu (ÍB2) með tilvitnunum í rammaskipulag sem samþykkt var árið 2011 en samkvæmt því er gert ráð fyrir nokkur hundruðum íbúðum á umræddu svæði. Með framlagðri skipulagslýsingu er verið að bregðast við athugasemd Skipulagsstofnunar varðandi aðalskipulagið.“

Aftur var gert hlé og eftir það bókuðu fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans: „Núverandi meirihluti ber ábyrgð á útfærslu aðalskipulags fyrir Hraun-vestur og að samræmis sé gætt við gerð deiliskipulags. Athugasemdir Skipulagsstofnunar lutu að þeirri vinnu sem er ástæða þess að nú þarf að draga það til baka.  Við ítrekum mikilvægi þess að samþykkt rammaskipulagstillaga frá árinu 2018 sem vísað er til í framlagðri lýsingu verði grundvöllur að boðaðri aðalskipulagsbreytingu.“

Tengdar fréttir:

Skipulagsstofnun hafnar deiliskipulagi á Hraunum

Formaður skipulagsráðs kúvendir og boðar fund um skipulag fyrir Hraun vestur

 

 

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2