fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSamþykkt að vinna að breytingu á aðalskipulagi svo tvöfalda megi Reykjanesbraut í...

Samþykkt að vinna að breytingu á aðalskipulagi svo tvöfalda megi Reykjanesbraut í núverandi vegstæði

Vilja tryggja tvöföldun brautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunar

Skipulags- og byggingarráð samþykki á fundi sínum í morgun að hefja vinna við breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á núverandi vegstæði, frá Krýsuvíkurvegi að mörkum Sveitarfélagsins Voga. Jafnframt var erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Kostur II eftir breytingar; tvenn mislæg vegamót farin út, breytingar við núverandi mislæg vegamót við álver, áfram gert ráð fyrir undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi. Úr skýrslu sem unnin var fyrir Vegagerðina.

Á fundi Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto á Íslandi kom fram að aðilar eru sammála um mikilvægi þess að bæta umferðaröryggi á Reykjanesbraut og munu aðilar leggja sitt af mörkum til að ljúka megi tvöföldun brautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunar.

Samgönguráðherra og Vegagerðin hafa lagt áherslu á, í samræmi við ný gögn, að brautin verði tvöfölduð á núverandi vegstað. Til að svo megi verða þarf að gera breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og mun bærinn vinna þær í nánu samstarfi við fyrirtækið.

Við breytingar á skipulaginu þarf að mati skipulags- og byggingarráðs um leið að treysta athafnasvæði Rio Tinto, en ráðið telur starfsemi fyrirtækisins vera mikilvæga fyrir Hafnarfjörð.

Tengd frétt:

Hagkvæmast að tvöfalda Reykjanesbraut í núverandi vegstæði

 

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2