fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálSkilgreiningu á Hamraneshverfinu breytt í miðbæjarsvæði

Skilgreiningu á Hamraneshverfinu breytt í miðbæjarsvæði

Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu að breyttu aðalskipulagi fyrir hverfið Hamranes, sem er sunnan Valla og Skarðshlíðar.

Í núgildandi skipulagi er gert ráð fyrir þrenns slags landnýtingu, verslun og þjónustur (VÞ), samfélagsþjónustu (S) og íbúðarsvæði (ÍB).

Breyting á landnotkun í aðalskipulagstillögunni.

Í tillögunni sem samþykkt var í gær er aðeins gert ráð fyrir miðbæjarsvæði (M). Hvergi er þó að finna í greinargerð með aðalskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar neina skilgreiningu á því hvað það merkir.

Í skipulagsreglugerð segir um miðsvæði í kafla um stefnu um landnotkun:

Miðsvæði (M)
Svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, svo sem verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga- og gistihús, menningarstofnanir og önnur hreinleg atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis.

Í svari við óformlegri fyrirspurn Fjarðarfrétta til Skipulagsstofnunar segir að mikilvægt sé að viðkomandi sveitarfélag skýri hvað átt er við með miðbæjarsvæði ef það hugtak er notað, hvað felur það í sér, hvers konar starfsemi rúmait þar núverandi og áformuð og hvaða landnotkunarflokkur lýsi því best, sbr. miðsvæði.

Heimilt að skilgreina þrengra í deiliskipulagi

Í greinargerð með aðalskipulagsbreytingartillögunni segir að landnotkunarbreytingin feli í sér, að takmarkanir á henni sé heimilt að skilgreina þrengra í deiliskipulagi svo sem að kveða á um mismunandi notkun og starfsemi á einstökum lóðum, lóðarhlutum eða byggingarreitum. (Ekki hefur fengist skýring á því hvað skáletraði textinn þýðir og beðið er eftir svari frá skpulagsfulltrúa Hafnarfjarðar.)

Þar segir jafnframt: „Á miðsvæði M3 skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarbyggð, sem þá verður skilgreind nánar í deiliskipulagi. Jafnframt má gera ráð fyrir verslunum, skrifstofum, þjónustustofnunum, veitinga- og gistihúsum, menningarstofnunum og hreinlegum iðnaði og atvinnustarfsemi allt eftir nánari skilgreiningu í deiliskipulagi.“

„Gert verður ráð fyrir blandaðri byggð í Hamranesi þar sem margbreytilegt búsetuform og starfsemi verður í boði. Verslun og þjónusta ásamt samfélagsþjónustu.“

1500 íbúðir

Í frumathugun vegna skiplagsáforma á Hamranessvæðinu öllu, sem er um 25,3 ha er gert ráð fyrir um 1350-1800 íbúðum sem mest megnis verða í fjölbýli-/fjöleignarhúsum auk möguleika á skóla, leikskóla, þjónustu og snyrtilegri atvinnustarfsemi. Í tillögunni er hins vegar gert ráð fyrir að fullbyggt rúmi Hamranessvæðið allt að 1500 íbúðir.

Þegar er búið að úthluta lóðum fyrir 396 íbúðir og veita vilyrði fyrir þróunarreiti sem rúma 932-1022 íbúðir. Munu verktakar vinna tillögur að deiliskipulagi fyrir þá þróunarreiti og mögulega mun gatnagerð hefjast þar á þessu ári gangi skipulagsvinnan vel. (Uppfært kl. 18.08).

Þar kemur fram að þéttleiki byggðar geti orðið mikill en ávallt skuli taka mið af því að opin svæði, garðar, leiksvæði o.s.frv. skuli vera viðunandi hlutfall af viðkomandi byggingarsvæði og skuli það koma fram og rökstutt í forsögn/lýsingu viðkomandi deiliskipulags. Hæðir húsa skuli á sama hátt taka mið af sólargangi ríkjandi vindátt, opnum svæðum og skiptingu mannvirkis milli búsetu og annarar starfsemi.

Áfangaskipting uppbyggingar í Skarðshlíð.

Miðað er við að Hamranes byggist upp í þremur áföngum. Í þeim fyrsta er uppbygging á svæðinu meðfram Ásvallabraut. Í öðrum áfanga er byggt upp í miðju svæðinu austanvert og loks í þriðja áfanga er byggt upp í brekkunum.

Fulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sammála um að gert verði ráð fyrir hjúkrunarheimili

Fulltrúi Samfylkingarinnar lögðu til, ljósi þess að staða ungs fólk á húsnæðismarkaði hefur versnað til muna á síðustu árum, að við úthlutun að reitum í Hamranesi verði horft til hagkvæmra íbúða fyrir ungt fólk og tóku fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tóku undir þá bókun.

Jafnframt bókaði fulltrúi Samfylkingar að mikilvægt væri að í nýju hverfi Hamranes verði fjölbreytt þjónusta og atvinna í vaxandi hverfi og staðið verði við fyrri áætlanir um að þar verði heilsugæsla og hjúkrunarheimili.

Á uppdrættinum sést að ákveðnum reitum er ráðstafað til uppbyggingu skóla og leikskóla en engin lóð sérmerkt hjúkrunarheimili. Úr þessu þarf að bæta hið fyrsta og að lóð verði ráðstafað fyrir hjúkrunarheimili og heilsugæslu í hverfinu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar  tóku undir að gert verði sérstaklega ráð fyrir uppbygginu hjúkrunarheimilis á svæðinu

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bentu þó á mikilvægi þess fyrir samfélagið í heild að í Hamranesi verði fjölbreyttar íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins; unga sem aldna.

Hér má skoða greinargerð með rammaskipulagi frá 5. október 2020.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2