fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulags- og byggingarráð fer gegn áliti skipulagsfulltrúa

Skipulags- og byggingarráð fer gegn áliti skipulagsfulltrúa

Skipulags- og byggingarráð getur ekki fallist á fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hverfisgötu 49 eins og hún liggur fyrir.

Telur ráðið að draga þurfi úr byggingarmagni og huga að útfærslu bílastæða.

Hafði ráðið falið skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn um tillöguna og var hún tekin fyrir á fundi ráðsins sl. þriðjudag.

Í niðurlagi umsagnar skipulagsfulltrúans segir: „Í ljósi þess sem getið er um hér að ofan og með vísan til sambærilegra mála verður að auglýsa umrædda deiliskipulagsbreytingu með vísan til 43. gr. skipulagslaga.“

Skipulags- og byggingarráð er greinilega ekki sammála skipulagsfulltrúanum og fer gegn hans áliti.

Stækkuð lóð Hverfsgötu 49. Sést í vitann.

Fékk lóðarstækkun 2020 og eldri skilmálar áttu að gilda

Í júní 2020 var samþykkt lóðarstækkun, með tilvísun til þess að eldri skilmálar um byggingarheimildir gildi áfram. Í þeim sérskilmálum segir um byggingarmöguleika á lóðinni

„Hverfisgata 49. Heimilt er að byggja bílskur, hámarkslengd 6.2 m og breidd 4.8 m.“

Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga gerir hins vegar ráð fyrir að afmarkaður verði nýr byggingarreitur innan lóðar og að á honum verði heimilt að byggja nýtt íbúðarhúsnæði allt að 345 m² að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar yrði þá um 0,95.

Á þeim lóðum sem heimilt er að byggja við núverandi hús er aðeins gert ráð fyrir minni viðbyggingum á skipulagsreitnum og almennt gildir að hús stækki ekki umfram 10% af grunnfleti sínum.

Mótmælum gegn lóðarstækkun ekki sinnt

Þegar umrædd lóðarstækkun var tekin fyrir hjá Hafnarfjarðarbæ bárust athugasemdir frá eigendum þriggja aðliggjandi lóða. Ekki var tilgreint í umsókninnni um lóðarstækkunina að óskað yrði eftir auknu byggingarmagni sem þó virtist liggja ljóst fyrir ef marka má athugasemdir frá einum lóðarhafa sem sagði að Hafnarfjarðarbær ætti að taka til greina raunverulegar ástæður um lóðarstækkun og endanlgt markmið hennar og starfs skv. áður uppgefnum ákvörðunum og neita umsókninni.

Hverfisgata 49 og fl., mæliblað.  Sjá má að tillaga að göngustíg að vitanum er að engu orðin en það sem er merkt opið svæði frá göngustíg milli Hverfisgötu og Vitastígs er ekki aðgengilegt almenningi í dag.

Lóðin stækkaði úr 289,1 m² í 512,9 m² og í niðurlagi álits skipulagsfulltrúa við ósk um lóðarstækkuninni sagði að ljóst væri að beiðni um stækkun lóðar væri í andstöðu við vilja aðliggjandi lóðarhafa (eigendur aðliggjandi lóða, ath. blaðamanns).

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu og nýjum byggingarreit.

Umsögn skipulagsfulltrúa.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2