Lóðarhafar Stekkjarbergs 11, Skálabergs, hafa lagt inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á stærð lóðar og þremur tveggja hæða fjölbýlishúsum samtals 28 íbúðum.
Ekki kemur fram í fundargerð hversu mikla stækkun farið er fram á og heldur ekki að gildandi deiliskipulag fyrir svæðið er frá 1992 en þá var deiliskipulagi fyrir þessa lóð, sem fleiri, frestað. Meðal þeirra lóða var Stekkjarberg 9 en þar hefur deiliskipulag þrisvar verið breytt og nú hafa þar verið byggðar 13 íbúðir þar sem áður stóð íbúðarhúsið Lindarberg.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Stekkjarbergs 11 og eru rökin að tillagan geri ráð fyrir of miklu byggingarmagni.
Þann 25. ágúst sl. tók skipulags- og byggingarráð jákvætt í tillögu lóðarhafa þar sem gert var ráð fyrir þremur fjölbýlishúsum á tveimur hæðum, að hámarki samtals 28 íbúðir.
Benti skipulags- og byggingarráð umsækjanda á að sækja þarf um breytingu á stærð lóðar, en lóðin er við Stekkjarhraunið sem var friðlýst sem fólkvangur árið 2009.
Uppfært 8.11.2022:
Í fundargerð bæjaráðs 20. október sl. var lögð fram umsögn „skipulags“ vegna beiðni um líðarstækkun. Þar kemur fram að lóðarhafar sækja um 1.630 m² stækkun lóðar í átt að Hlíðabergi.
Í umsögninn segir: „Svæðið sem sótt er um er grænt svæði sem nýtist illa í dag enda meðfram Hlíðarberginu og við hringtorgið. Ekki er séð fram á að hægt sé að nýta svæðið með öðru móti en sem hluti af annarri lóð.
Með lóðarstækkuninni yrði aðkoma lóðarinnar að mestu innan lóðar. Lóðarhafa hafa verið að vinna að tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samvinnu við skipulagssvið.
Tillögurnar hafa verið kynntar í skipulags- og byggingarráði. Um töluverða fjölgun á íbúðum er að ræða og fellur það vel að hugmyndum um þéttingu byggðar og betri nýtingu á innviðum.
Niðurstaða
Mælt er með að lóðarhafar fá stækkun á lóðinni en endurskoða þarf gildandi skipulag á svæðinu á kostnað lóðarhafa.“
Þá kemur fram eigendur lóðarinnar, sem í dag er eignarlóð, eru Bygg bræður ehf.