Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 27. maí sl. breytingu á deiliskipulagi sumarhúsabyggðar í Sléttuhlíð.
Deiliskipulagsbreytingin fólst í því að heimilaður var rekstur gistiaðstöðu í flokki II.
Taldi Hafnarfjarðarbær þetta óverulega breytingu á deiliskipulagi en einhverjir eigendur gerðu athugasemdir við þessar breytingar.
Skipulagsstofnun bendi á að í aðalskipulagi fyrir Hafnarfjörð sé hvergi að finna sérákvæði sem heimili gistiþjónustu í frístundahúsum. Að mati stofnunarinnar þurfa að vera til staðar skipulagsákvæði i aðalskipulaginu um tegund gististaða sem heimilt sé að reka í atvinnuskyni í frístundabyggð og umfjöllun um það hvers vegna það sé talið ákjósanlegt. Við ákvörðun um að heimila gististað í frístundabyggð þurfi jafnframt að hafa í huga áhrif slíks atvinnureksturs á hagsmunaaðila í grennd og gæði byggðar.
Tilkynnti Skipulagsstofnun Hafnarfjarðarbæ með bréfi dags. 13. ágúst að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar í Stjórnartíðindum verði afturkölluð.