fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálTólf umsóknir um fjórar „þróunarlóðir“ í Hamranesi

Tólf umsóknir um fjórar „þróunarlóðir“ í Hamranesi

Gert er ráð fyrir 540 íbúðum á svæðinu

Hafnarfjarðarbær óskaði nýlega eftir áhugasömum þróunaraðilum á lóðum í fyrsta áfanga Hamraness, 25 hektara svæðis sunnan við Ásvallabraut, Velli 6 og Skarðshlíð í Hafnarfirði. Alls bárust 12 umsóknir um þær fjórar lóðir sem í boði eru og í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að því sé líklegt að mikil eftirspurn verði eftir lóðir á þessu nýja svæði þegar lóðir í næstu áföngum uppbyggingar verða auglýstar lausar til umsóknar.

Skv. upplýsingum frá Hafnarfjarðarbær þá er skilgreining á þróunaraðila og þróunarlóðum eftirfarandi:

Þróunarlóðir: Lóðir þar sem svigrúm er til að aðlaga notkun landsins og uppbyggingu að því verkefni sem þróunaraðilar eru að vinna að.

Þróunaraðilar: Hópur aðila, hver með sitt sérsvið, er mynda teymi.

Umsækjendur óskuðu eftir 1-3 lóðum í umsóknum sínum.

540 íbúðir í þremur áföngum

Skipulagsvinna á Hamranesi undir íbúðahús er farin af stað. Uppbygging á Hamranessvæði mun skiptast í þrjá áfanga og telja í heild um 540 íbúðir.

Ákveðið hefur verið að úthluta fjórum lóðum af ellefu í fyrsta áfanga uppbyggingar á svæðinu til þróunaraðila og skapa þannig grundvöll fyrir fjölbreyttar og nýjar hugmyndir að búsetuformi, uppbyggingu og eðli.

Þrjár lóðir, sem hugsaðar eru sem hefðbundnar fjölbýlishúsalóðir, eru í deiliskipulagsvinnu og er þar gert ráð fyrir a.m.k. 170 íbúðum. Þær þrjár lóðir sem eftir standa í fyrsta áfanga eru ætlaðar íbúðafélaginu Bjargi og er deiliskipulagsvinna þar einnig komin af stað. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu 150 íbúða. Á svæði sem ætlað er þróunaraðilum er í heild gert ráð fyrir 217 íbúðum, byggðir fermetrar verða 27.088 á alls 14.741 m² landsvæði.

Gert er ráð fyrir að niðurstaða umsókna um þróunarlóðir liggi fyrir í lok nóvember. Þá verði búið að meta gæði og umfang allra umsókna og taka afstöðu til þess hvort landsvæði undir þróunarbyggð verði stækkað.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2