fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkipulagsmálVegagerðin vill Ofanbyggðarveg

Vegagerðin vill Ofanbyggðarveg

Telur Ofanbyggðarveg milli Hafnarfjarðar og Kópavogs einu leiðina til að létta á umferð á Reykjanesbraut

Í nýrri skýrslu Vegagerðarinnar um sýn hennar á vegi á höfðuborgarsvæðinu til 2040 er m.a. fjallað um Ofan­byggðarveg milli Hafnarfjarðar og Kópavogs en vonir Hafnfirðinga um að af slíkum vegi yrði hafa dvínað mjög á undanförnum árum. Birtist það m.a. í því að lega nýrrar Ásvallabrautar er sett í vegstæði sem ætlað var fyrir Ofan­byggðar­veginn við Kaldárselsveg.

Í skýrslunni seigir að lega Ofan­byggðarvegar sé skýr í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Í nýju aðalskipulagi Garðabæjar sé Álftanes­vegur sýndur sem stofnvegur frá Ofan­byggðarvegi í Hafnarfirði að Hafnarfjarðarvegi í Engidal með mislægum vegamótum við Reykjanes­braut. Ofanbyggðarvegur sé hins vegar felldur út frá Álftanesvegi að Arnarnesvegi. Í umsögn Vegagerðar­innar um aðalskipu­lag Garðabæjar segir m.a.:

„Eins og kemur fram í greinargerð með aðalskipulaginu þá stendur yfir vinna hjá SSH og Vegagerðinni við að greina framtíðarsýn fyrir stofnvega­kerfið á höfuðborgarsvæðinu. Í þeirri vinnu verður Ofanbyggðarvegur vænt­an­lega skilgreindur og fjallað um mikilvægi hans fyrir stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins.“

Eina leiðin

Í skýrslunni segir að Ofan­byggðarvegur frá Kópavogi til Hafn­arfjarðar sé eina leiðin sem hugs­an­lega gæti létt umferð af Reykjanes­braut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verði öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með aukist enn mikilvægi þess að halda þjón­ustustigi á þeim háu. Minnt er á eftir­farandi grein úr Vegalögum:

„Til stofnvega teljast einnig um­­ferðar­mestu vegir sem tengja saman sveitar­félög á höfuðborgarsvæðinu.“

Sýn Vegargerðarinnar til 2040. Lega Ofanbyggðarvegar er sýnd í gráu en mjög er óvíst um legu hans í gegnum Garðabæ að Arnarnesvegi.

Miðað við aðalskipulag Garðabæjar mun Ofanbyggðarvegur þannig vart teljast til þjóðvega. Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggð.

Á aðalskipulagi Garðabæjar og Hafn­ar­­fjarðar er Álftanesvegur á milli Ofanbyggðarvegar og Hafnarfjarðar­vegar í Garðabæ sýndur sem stofnvegur. Þessa vegar sé ekki getið í svæðis­skipu­lagi.

Í skýrslunni segir einnig að sveitar­félög skulu tryggja að við vega­mót stofn­­vega við vegi í umsjá þeirra mynd­ist ekki tafir sem hafi áhrif á afköst stofnvega.
Lögð er áhersla á að tryggja greiðar teng­ingar höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við alþjóðlegar megin­gáttir, Reykjavíkurhöfn og Keflavíkur­flugvöll. Reykjavíkur­flugvöllur er ekki nefndur en Vegagerðin telur brýnt að tryggja greiðar samgöngur að flug­vell­inum.

Hvert verður framhaldið

Forvitnilegt verður að fyljast með framhaldinu, hvort sveitarfélögin komi sér saman um Ofanbyggðarveg en reiknað hefur veið með því í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar að hann komi í göngum í gegnum Vatnshlíðina en óvíst hefur verið með framhaldið í gegnum Garðabæ.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2