fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimLjósmyndir320 leikskólabörn heimsóttu Tónlistarskólann – myndir

320 leikskólabörn heimsóttu Tónlistarskólann – myndir

Sungu með og heilluðust af ungu hljóðfæraleikurunum

Um 320 börn úr elstu deildum leikskólanna í Hafnarfirði heimsóttu Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á föstudaginn en þemavika skólans stóð þá yfir.

Glæsilegir ungir nemendur skólans léku á hin ýmsu hljóðfæri fyrir börnin. Þau komu undirbúin og sungu með þegar við átti. Fengu þau að kynnast hinum ýmsu hljóðfærum en sumir nemendurnir sem léku voru ekki mörgum árum eldri en leikskólabörnin.

Þemadögunum lauk svo með vel heppnuðum Degi tónlistarskólanna sem var á laugardaginn. Komu þá fjölmargir gestir í skólann og hlýddu á tónleika og kynntust starfi skólans.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2