fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamál72 brautskráðust frá Flensborgarskólanum

72 brautskráðust frá Flensborgarskólanum

Alexandra Líf Arnarsdóttir fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi

Fimmtudaginn 20. desember brautskráðust 72 stúdentar frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Nemendur brautskráðust af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskiptafræði- og opinni námsbraut. Tólf þessara nemenda voru á íþróttaafrekssviði.

Dúx var Alexandra Líf Arnarsdóttir, með 9,1 í meðaleinkunn.

Alexandra Líf Arnarsdóttir og Magnús Þorkelsson skólameistari

Í ávörpum sínum lögðu skólameistari og aðstoðarskólameistari áherslu á að stúdentarnir veldu sér ábyrgar og góðar leiðir en jafnframt að þetta unga fólk léti hjartað ráða för.

„Nú er valið ykkar. Veljið með hliðsjón af væntingum ykkar, þess sem hjartað segir ykkur og munið að við verðum aldrei fullnuma. Þess vegna leitum við áfram að því sem bætir líf okkar, en ekki síður líf annarra. Það er gaman að breyta heiminum, krefjandi, tekur tíma, en gaman.“

Kolbeinn Sveinsson ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta og tilkynnti m.a. að peningum hefði verið safnað til að færa Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Kór skólans söng við athöfnina, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg.

Að auki sungu þrjár nýstúdínur tvö lög og fengu leynigest með sér, aðstoðarskólameistarann sjálfan.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2