Á hverju vori veitir fræðsluráð Hafnarfjarðar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf í leik- og grunnskólum bæjarins.
Að þessu sinni ákvað fræðsluráð að senda öllum skólum í Hafnarfirði viðurkenningu fyrir störf sín. Segir í bókun ráðsins að leik- og grunnskólar Hafnarfjarðar hafi sinnt hlutverki sínu með miklum sóma og hafi sýnt einstaka fagmennsku, lausnarmiðun, framsækni og áræðni á erfiðum tímum í samfélaginu á tímum samkomubanns.
Með stolti og gleði vilji fræðsluráð Hafnarfjarðar veita öllum skólum bæjarins viðurkenningu fyrir störf sín á erfiðum tímum og fyrir að standa í framlínunni og sinna starfi sínu af mikilli álúð og öryggi.
Eini skólinn sem ekki fær viðurkenningu, en er rekinn af Hafnarfjarðarbæ, er Tónlistarskólinn í Hafnarfirði.