Alþjóðlega drulludagurinn var haldinn hátíðlegur á leikskólanum Tjarnarási í blíðviðrinu í gær. Allir sem vettlingi geta valdið skemmtu sér við leik og störf úti í garði við drullumall, listsköpun úr náttúrulegum afurðum, vatnsslag og margt fleira skemmtilegt.
„Við höfum sjaldan séð jafn mörg brosandi andlit né hlægjandi blauta krakka á leikvellinum. Svo fengu allir drullubollur (kjötbollur) að borða undir berum himni,” sagði Bryndís Guðlaugsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Tjarnarási.