fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSkólamálBúist við róttækri tilkynningu úr Ráðhúsinu á morgun

Búist við róttækri tilkynningu úr Ráðhúsinu á morgun

Búist er við róttækri tilkynningu um skólastarf

Skv. heimildum Fjarðarfrétta hafa fundarhöld verið í Ráðhúsinu í Hafnarfirði í dag vegna COVID-19 veikinnar en bæjarstjórn hefur þó ekki verið kölluð saman.

Í framhaldi af þeim er búist við róttækri tilkynningu um skólastarf í bænum i næstu viku en ekki hefur fengist upplýst í hverju þær eru fólgnar. Mun þetta verða sameiginleg yfirlýsing skólayfirvölda innan Sambands ískenskra sveitarfélaga.

Engin kennsla verður í leikskólum og grunnskólum bæjarins á mánudag né í Tónlistarskólanum. Verða þá fundarhöld starfsmanna sem ætlað er að undirbúa framhaldandi starf en skólastjórnendur sumra skóla hafa fundað í dag til að leggja línur fyrir vinnufundi á mánudag. Má búast við að tilkynning sem berast mun á morgun geti breytt þeim áformum.

Ákvæði bráðabirgðalaga um takmörkum á fjölda í kennslustofa við 20 og eins fáa og mögulegt er í hópum í leikskólum geta haft töluverð áhrif sem muni kosta það að ekki er öruggt að börn geti verið ávallt fullan skóladag í skólanum.

Verði mikil takmörkun á veru barna í leik- og grunnskólum getur það haft mikil áhrif á atvinnulífið því þá þurfa foreldra að vera frá vinnu til að vera með börnum sínum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2