fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSkólamálEngidalsskóli verður sjálfstæður grunnskóli á ný

Engidalsskóli verður sjálfstæður grunnskóli á ný

Sameinaðist Víðistaðaskóla árið 2010

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum í gær að að gera Engidalsskóla að ný að sjálfstæðum grunnskóla og tekur breytingin gildi frá og með næsta hausti. Var sviðsstjóra falið að vinna með starfsfólki skólans í breytingaferlinu og setja af stað ferli við ráðningu skólastjóra.

Engidalsskóli var stofnaður 1978 en var sameinaður Víðistaðaskóla árið 2010. Skólinn var byggður fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Annan veturinn var ákveðið að skólinn menntaði einnig 10 ára börn. Árið 1988 var byggt við skólann og tók hann þá við nemendum til 12 ára aldurs. Haustið 1994 var sett á stofn sérdeild við skólann fyrir fötluð börn. Aftur var byggt við skólann árið 1999 og var skólinn þá orðinn 4.789 m². Skjalasafn bæjarins er nú til húsa í skólahúsnæðinu en verður flutt annað.

Ósk um sjálfstæði Engidalsskóla var lögð fram af stjórnendum Víðistaðaskóla á þeim forsendum að hagkvæmni í rekstri grunnskóla með eina stóra einingu og aðra minni sé ekki til staðar. Hvorki faglega, stjórnunarlega né almennt í rekstri.

Í minnisblaði Fanneyjar Dórótheu Halldórsdóttur, sviðsstjóramennta- og lýðheilsusviðs telur hún að kostnaður við framkvæmdina verði óverulegur.

Engidalsskóli verður grunnskóli frá 1. – 6. bekk um óákveðinn tíma en sjöundi bekkur fer í
Víðistaðaskóla. Miðað er við að félagsmiðstöð Víðistaðaskóla og Engidalsskóla verði rekin saman í Víðistaðaskóla. Frístundaheimilin verða áfram rekin hvort í sínu lagi.

Sparnaður næst í kostnaði vegna kennslutíma og aksturs á milli starfsstöðva þar sem greiðslur hafa komið til vegna þessa, um hálft stöðugildi kennara á ári. Á móti kemur aukinn kostnaður vegna stjórnunar.

Til framtíðar verður Engidalur grunnskóli fyrir 1. – 7. bekk rekinn í sama húsnæði og leikskólinn Álfaberg líkt og núverandi skipulag gerir ráð fyrir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2