fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimLjósmyndirFeiknar fjör á grunnskólahátíð - myndir

Feiknar fjör á grunnskólahátíð – myndir

Myndir frá grunnskólahátíð

Grunnskólahátíðin er hápunktur í félagslífi unglingadeilda grunnskóla bæjarins á hverju ári. Hátíðin var haldin sl. miðvikudag og hófst með leik­sýningum frá öllum grunnskólunum í Gaflaraleikhúsinu. Þar var troðfullt hús og atriðin fjölbreytt og skemmtileg en alls voru sýningarnar þrjár.

Um kvöldið var svo slegið upp balli í Íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem sigurvegararnir úr söngkeppni félags­miðstöðvanna komu fram. Dj Darri T kom einnig fram og svo Páll Óskar. Emmsjé Gauti var svo síðastur á svið og var ekki annað sjá en unglingarnir hafi skemmt sér hið besta en allir fengu rútufar heim að loknu ballinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2