Menningardagar voru í Áslandsskóla 19.-22. mars en þá er skólastarfið brotið upp á margvíslegan hátt. Fuglar er þema menningardaganna að þessu sinni, nemendum er skipt í hópa og unnið verður með fugla á fjölbreyttan hátt.
Á lokadeginum var opið hús í skólanum, kaffihúsið Flamingo Café var opið og afrakstur af verkum nemenda mátti sjá á veggjum skólans og víðar. Anddyri var fagurlega skreytt sem fuglabjarg, Áslandsbjarg, og heyra mátti gargið í fuglunum.
Í sal fluttu 3. bekkingar söngleikinn Konung ljónanna, glæsilega klædd búningum og með viðeigandi dansi og söng. Ýmsar aðrar uppákomur voru og nemendur stigu á stokk, sungu, dönsuðu eða léku á hljóðfæri.
Fjarðarfréttir litu við og hér má sjá myndir frá deginum.