fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirSkólamálForeldrar þurfa ekki að greiða fyrir skerta þjónustu

Foreldrar þurfa ekki að greiða fyrir skerta þjónustu

Öll fjarvera verður skilgreind eins og ekki þarf að greiða fyrir tíma sem ekki eru nýttir

Stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ákvað á fundi sínum 23. mars sl. að að leggja til við aðildarsveitarfélögin samræmdar tillögur um fyrirkomulag afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila sveitarfélaganna.

  1. Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar.
  2. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við.
  3. Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
  4. Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. maí nk.

Samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar þessar tillögur á fundi sínum í gær.

Lagt er til að leiðréttingar séu gerðar hlutfallslega í samræmi við þann fjölda daga sem þjónusta fellur niður í viðkomandi mánuði. Gjöld eru innheimt fyrirfram og þar sem tíma tekur að vinna leiðréttingar er lagt til að samhliða reikningagerð 1. apríl verði leiðréttingar gerðar fyrir tímabilið 15. febrúar – 14. mars. Við reikningagerð 1. maí væru leiðréttingar gerðar fyrir tímabilið 15. mars – 14. apríl og 1. júní væru gerðar leiðréttingar fyrir tímabilið 15. apríl – 14. maí. Framkvæmd leiðréttinga getur þó verið breytileg eftir mismunandi virkni umsýslukerfa.

Komi til þess að leiðrétta gjöld í samræmi við fjarveru einstakra barna er lagt til að öll fjarvera verði sett undir sama hatt. Mikil vinna getur verið að leiðrétta fyrir hvern og einn. Sú vinna er því enn meiri ef greina ætti á milli mismunandi ástæðna fyrir fjarveru. Auk þess er ekki lagt til að óskað verði eftir læknisvottorðum, m.a. vegna þess að það eykur álag á heilsugæslustöðvum og eykur á smithættu með óþarfa heimsóknum á heilsugæslustöðvar. Þar að auki er það aukin vinna starfsmanna sveitarfélaganna að taka tillit til vottorða við slíkan fjölda leiðréttinga.

Börn eru m.a. fjarverandi vegna sóttkvíar og veikinda en einnig til þess að forðast veikindi. Fulltrúar almannavarna hafa hvatt til þess að foreldrar haldi börnum sínum heima hafi þeir kost á. Leiðrétting gjalda gæti hvatt foreldra til þess að fara að þeim tilmælum og þannig stuðlað að minni útbreiðslu COVID-19 og komið til móts við þá sem þurfa meira á þjónustunni að halda. Forgangslistar gera það að verkum að ekki fá öll börn sömu þjónustu. Sum börn gætu því fengið allt að því óskerta þjónustu. Er því ekki lagt til að leiðrétting á gjöldum sé framkvæmd flatt með sama hætti á alla.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2