fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimLjósmyndirGamli tíminn var þema á menningardögum í Áslandsskóla - MYNDIR

Gamli tíminn var þema á menningardögum í Áslandsskóla – MYNDIR

Nemendur 3. bekkjar settu upp glæsilegan söngleik þar sem nemendur fóru í tímaflakk

Dagana 8.-11. apríl voru menningardagar í Áslandsskóla. Þá var skólastarfið brotið upp á margvíslegan hátt en gamli tíminn var þema menningardaganna. Nemendum var skipt í hópa og unnið var með gamla tímann á fjölbreyttan hátt og var afraksturinn og vinna nemenda í vetur sýnd á opnu húsi sl. fimmtudag.

Hið sívinsæla kaffihús á vegum 10. bekkja var starfrækt á efri hæðinni og í ár hét það Bláa skeifan og var í anda villta vestursins. Ilmur af nýbökuðum vöfflum og kryddbrauði lá um skólann svo enginn varð ósnortinn og gestkvæmt var á kaffihúsinu.

Tímaflakk í söngleik 3. bekkinga

Á sal fluttu nemendur í 3. bekk söngleik þar sem ferðast var um hin ýmsu tímabil síðustu aldar. Söngleikinn samdi Erla María Hilmarsdóttir sviðslistakennari. Hún varð frá að hverfa stuttu fyrir sýningu vegna barnseignar en mætti þó hress til að fylgjast með. Umsjónarkennarar ásamt list- og verkgreinakennurum unnu saman að uppsetningu söngleiksins í samvinnu við nemendur sem stóðu sig afbragðs vel.

Söguþráðurinn var sá að sex hlutir úr fortíðinni höfðu birst á skólalóðinni eða í nágrenni hennar. Þessa hluti fundu nemendur og þurftu að nota Google til að finna út hvað þessir hlutir voru og frá hvaða tímabili þeir voru. Þá gátu þeir snúið tímaklukkunni og farið með hlutinn á rétt tímabil. Þar var þessum týnda hlut fagnað enda ómissandi á þeim tíma og nemendur sungu lag frá þeim tíma, dönsuðu og voru klæddir í stíl.

Var þetta hinn glæsilegasti söngleikur og það voru gríðarlega stoltir foreldrar sem fylgdust með í salnum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2