fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálGleymdi skólinn fékk líka viðurkenningu frá fræðsluráði

Gleymdi skólinn fékk líka viðurkenningu frá fræðsluráði

Eins og kom fram í frétt hér í Fjarðarfréttum 22. maí sl. veitir fræðsluráð Hafnarfjarðar  á hverju vori viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf í leik- og grunnskólum bæjarins.

Að þessu sinni ákvað fræðsluráð að senda öllum skólum í Hafnarfirði viðurkenningu fyrir störf sín. Segir í bókun ráðsins 20. maí sl. að leik- og grunnskólar Hafnarfjarðar hafi sinnt hlutverki sínu með miklum sóma og hafi sýnt einstaka fagmennsku, lausnarmiðun, framsækni og áræðni á erfiðum tímum í samfélaginu á tímum samkomubanns.

Það vakti athygli að Tónlistarskóli Hafnarfjarðar var ekki nefndur í bókuninni og var hann þá eini skólinn sem heyrir undir fræðsluráð sem ekki fékk viðurkenningu ráðsins.

Það hefur greinilega verið handvömm og eftir að Fjarðarfréttir benti á þetta var kvörtun send til fræðsluráðs.

Barst skólanum svo tölvupóstur frá formanni ráðsins og um síðustu helgi barst stjórnendum skólans eftirfarandi póstur frá Kristínu Maríu Thoroddsen, formanni fræðsluráðs.

Til starfsfólks og stjórnenda Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Á fundi fræðsluráðs þann 20. maí sl. samþykkti og bókaði ráðið þakklætisvott til starfsfólks skóla Hafnarfjarðar. Þar var bókaði að árleg viðurkenning til eins leikskóla  og/eða grunnskóla yrði ekki með hefðbundnum hætti í ár en þess í stað yrðu öllum skólum veitt viðurkenning  fyrir að standa í  framlínunni og sinna starfi sínu af mikilli álúð, fagmennsku og öryggi í samkomubanni. Fyrir mistök var Tónlistarskóli Hafnarfjarðar ekki nefndur á nafn þar og þykir okkur það mjög miður! Starfsfólk Tónlistarskólia Hafnarfjarðar hefur sýnt mikla áræðni og fumlaus vinnubrögð í viðbrögðum og úrlausnum við kennslu á tímum samkomubanns. Skólinn er einn af mikilvægustu stofnunum bæjarins sem fræðsluráð sem og bæjarbúar eru stoltir af.

Kærar þakkir fyrir ykkar alúð og lausnarmiðun á erfiðum tímum. Fyrir hönd fræðsluráðs vil ég biðjast velvirðingar á þessum mistökum okkar í bókun ráðsins. Þið eigið svo sannarlega skilið að fá viðurkenningu fyrir framlag líkt og aðrir skólar bæjarins, enda stóð ekki til annað en að allir skólar fengju slíka viðurkenningu.

Fyrir hönd fræðsluráðs

Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar

Í hádeginu í dag mætti Kristín í Tónlistarskólann svo með tertu og viðurkenningarskjal sem afhent var Eiríki Stephensen skólastjóra.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2