fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálHeilsársleikskóli að veruleika þrátt fyrir mótmæli leikskólastjóra

Heilsársleikskóli að veruleika þrátt fyrir mótmæli leikskólastjóra

Óhefðbundið leikskólastarf verður í júlí og sumarfólk úr vinnuskóla ráðið

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag, með atkvæðum fulltrúa Fram­sóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, að farin verði leið B við sumaropnun hafnfirskra leikskóla.

Það þýðir að leik­skólar verða opnir allt árið og óhefðbundið leikskólastarf verð­ur í júlí, fastráðið starfs­fólk tekur sumarfrí frá maí til ágúst og sumarstarfsfólk úr vinnuskóla, 18 ára og eldri verður ráðið inn í leikskólana.

Mikil andstaða meðal stjórnenda og starfsfólks leikskólanna

Fyrirhuguð sumaropnun hefur verið umdeild meðal stjórn­enda og annars starfsfólks og sátu fulltrúar Samfylkingar og Miðflokks hjá við atkvæða­greiðsluna. Ítrekuðu leikskóla­stjórar mótmæli sín við sumaropnun leikskóla en 400 starfsmenn höfðu undirritað andmæli sín gegn henni. Telja þeir að með ákvörðuninni sé verið að fórna meiri hags­munum fyrir minni og að hags­munir leikskólabarna séu ekki hafðir að leiðarljósi.

Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla sendu frá sér ályktanir sem hvöttu fræðsluráð til þess að falla frá ákvörðuninni.

Segja leikskólastjórar að samráð við fagfólk leikskóla hafi ekkert verið fyrr en eftir að ákvörðun var tekin og þá fyrst sett á laggirnar starfshópur.

Þá telja leikskólastjórar að kostnaðartölur sem ligg til grundvallar ákvörðuninni verulega vanáætlaðan.

Ekki kemur fram í bókun fræðsluráðs hver heildarkostnaðurinn verður af þessari mánaðarviðbót í rekstri leikskólanna verði.

Komið til móts við óskir foreldra

Fulltrúar Framsóknar, Sjálf­stæðisflokks og Viðreisn­ar taka hins vegar undir sjónar­mið í skýrslu starfshóps, sem starfaði undir formennsku formanns fræðsluráðs, að markmið með sumaropnun sé að koma til móts við óskir foreldra um að hafa leik­skólann opinn í júlí og þannig auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarfríi á sama tíma og börn þeirra. Krafa um heilsársopnun sé einnig í takt við nútíma samfélag, íslenskt atvinnulíf og rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldu sinni í fríi sínu.

Tillögur starfshóps um sumaropnun leikskóla má lesa hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2