fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálHraunvallaskóli sigraði í lestrarkeppni grunnskóla

Hraunvallaskóli sigraði í lestrarkeppni grunnskóla

Lestrarkeppni grunnskóla í Samróm stóð yfir frá 16. apríl til 10. maí sl. Þar kepptu nemendur, starfsmenn og foreldrar í fjölda lesinna setninga í Samróm. Keppt var í tveimur deildum en í annarri voru skólar með fleiri en 450 nemendur og í hinni skólar með færri en 450 nemendur.

Í heildina tóku 1430 manns þátt fyrir hönd 130 skóla og lásu þau í kringum 144 þúsund setningar. Það er vægast sagt frábær árangur og fara miklar þakkir til allra sem tók þátt.

Al­mannaróm­ur og Mál- og radd­tækni­stofa Há­skól­ans í Reykja­vík stóðu fyr­ir keppninni en hún er liður í að safna radd­sýn­um á ís­lensku í op­inn gagna­grunn sem þeir geta notað sem vinna að því að samþætta ís­lensku og hina sta­f­rænu tækni þannig að tölvurn­ar skilji ís­lensku. Til að svo verði þarf meðal ann­ars að tryggja að tækn­in skilji radd­ir barna og ung­linga sem í dag tala flest við sín tæki á ensku.

Hraunvallskóli og Smáraskóli sigruðu

Skólarnir sem lásu mest í hvorum flokki voru Hraunvallaskóla og Smáraskóli en nemendur Hraunvallaskóla lásu upp 49.910 setningar og nemendur Smáraskóla 37.655 setningar. Þar af lásu þrír nemendur yfir 5.000 setningar hver en sá sem lét mest í sér heyra las upp 14.419 setningar.

Góð þátt­taka var í keppn­inni og mun­ar mikið um fram­lag grunn­skóla­nema í söfn­un radd­sýna í gagna­grunn á síðunni samrom­ur.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2