fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálKaka og Jón Jónsson þegar Skarðshlíðarskóli var formlega opnaður

Kaka og Jón Jónsson þegar Skarðshlíðarskóli var formlega opnaður

Á þriðjudaginn afentu fulltrúar Eyktar Hafnarfjarðarbæ formlega fyrsta áfanga Skarðshlíðarskóla en kennsla hófst þar í haust þegar töluvert átti eftir að gera til að gera skólann tilbúinn. Ingibjörg Magnúsdóttir skólastjóri sagði samstarf við verktaka hafi verið mjög gott og þó flutt hafi verið í skólann sennilega um 3 mánuðum of fljótt hafi allt gengið vel og hverjum áfanga hefur verið fagnað.

Það var Páll Daníel Sigurðsson sem afhenti Ingibjörgu lyklaspjald að skólanum og færði jafnframt nemend­um úrval af boltum og sippuböndum. Sagði hann samstarfið við skóla­stjórnendur hafa verið afar gott við erfiðar aðstæður þegar ekki tókst að ljúka verkinu á réttum tíma. Í staðinn lofaði hann að kennarastofan yrði afhent í vor en hún átti ekki að afhendast fyrr en 2020.

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar og verktaka voru við athöfnina ásamt skólafólki og fleiri gestum og var skólabyggingin skoðuð. Var fólk á einu máli um að húsnæðið væri bjart og litríkt þó einhverjar skiptar skoðanir hafi verið um einhverja hinna fjörugu lita.

Fjörug athöfn með börnunum

Skarðshlíðarskóli er nýjasti grunn­skóli Hafnarfjarðar og var formlega tekinn í notkun með einfaldri athöfn í sal skólans 31. október sl. þar sem bæj­ar­stjóri, Rósa Guðbjartsdóttir, ávarp­aði nemendur og kennara og minnti m.a. á að skóli væri meira en bygging og hvatti auk þess nemendur til að lesa í bók á hverjum degi.

Nemendur úr fjórða bekk sungu og nemendur úr 4. og 5. bekk lásu ljóð um skólann sem þau sömdu sjálf:

Skarðshlíðarskóli er skólinn minn
Þar er gott að vera
Ég vil vera þar um sinn
Því hér er margt að gera.

Við lesum, skrifum og lærum margt
Og leikum okkur saman
Starfsfólkið er rosa smart
hjá okkur er sko gaman.

Mílan bætir okkar styrk
Og léttir okkar lund.
Í félagsskap við erum virk
Og eigum góða stund.

Í skóla við lærum að fallbeygja
og leggja mat á borð.
Samvinna, vinátta og þrautseigja
Eru okkar orð.

Skólastjóri, Ingibjörg Magnúsdóttir ávarpaði nemendur og m.a. minnti þá á að þeir hefðu nú fylgst með iðnaðar­mönnum að störfum í vor og sagðist vona að margir myndu velja það að læra einhverja iðn.

Fanney D. Halldórsdóttir fræðslu­stjóri ávarpaði einnig nemendur og kennara og bauð svo til kökuveislu en áður en að henni kom birtist söngvarinn og sprelligosinn Jón Jónsson við mikinn fögnuð nemenda. Söng hann nokkur lög og fékk börnin til að syngja með en þau virtust öll kunna lögin hans og skemmtu sér mjög vel

Grunn- og leikskóli ásamt tónlistarskóla

Skarðshlíðarskóli tók til starfa haustið 2017 í nýju safnaðarheimili Ástjarnar­kirkju. Í haust hófst skólastarfið hins vegar í nýrri byggingu í Skarðshlíð.

Í fyrsta áfanga uppbyggingar á skól­anum eru nemendur skólans í 1.-4. bekk, í heild 97 nemendur í sex bekkjar­deildum. Kennarar eru 15 en alls starfa 30 við skólann. Skólinn verður með 400-500 nemendur þegar hann verður fullbyggður.

Gert er ráð fyrir fjögurra deilda leikskóla fyrir 80-90 nemendur og útibúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem getur annað allt að 200 nemendum.
Sérstaða skólans er að leik-, grunn- og tónlistarskóli verða reknir á sama stað og áhersla verður á sviðslistir; dans og leiklist í kennslu.

Fyrsta áfanga framkvæmdarinnar er lokið og er gert ráð fyrir að sumarið 2019 verði húsnæði fyrir leikskólann tilbúið og að ári síðar, eða sumarið 2020, verði skólinn fullbyggður, þ.e. grunn- og leikskóli, tónlistarskóli og íþróttahús.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2