fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSkólamálKennarar láta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár mæta afgangi

Kennarar láta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár mæta afgangi

Kennarar við Áslandsskóla setja í forgang kennslu, undirbúning hennar og úrvinnslu þar til samningar um kaup og kjör hafa náðst

Að loknum kennarafundi í gær, 24. nóvember, ákváðu kennarar við Áslandsskóla að setja í forgang  kennslu, undirbúning hennar og úrvinnslu þar til samningar um kaup og kjör hafa náðst.

Innleiðing nýrrar aðalnámskrár verður því látin mæta afgangi, líkt og undirbúningur og úrvinnsla kennslu hafa þurft að gera síðustu mánuði.

Þetta kemur fram á ályktun sem kennararnir hafa sent frá sér.

Þar segir að kennurum skólans hafi verið skylt að taka að sér innleiðingu nýrrar aðalnámskrár í öllum árgöngum og öllum námsgreinum. Þetta hafi kallað á gífurlega aukna vinnu og aukið álag og ætlast hafi verið til að kennarar sinni þessu án þess að hafa nægan tíma til þess. Á meðan hefur undirbúningur og úrvinnsla ekki fengið þann tíma sem þurfi svo fagmennska og fagleg sjónarmið séu í fyrirrúmi. Þessi vinna hafi einnig haldið aftur af annarri skólaþróun innan skólans.

Kennarar skólans furða sig á að úrvinnsla Menntamálastofnunar á samræmdum prófum skuli ekki hafa verið í samræmi við það námsmat sem Menntamálastofnun hefur skyldað kennara landsins til þess að fara eftir. „Þau verkfæri sem boðið er upp á til utanumhalds og vinnu við þetta nýja námsmat eru engan veginn tilbúin og hafa kennarar eytt löngum stundum í samskipti við Mentor til að þeir geti uppfært og lagað galla sem eru á kerfinu.“

Segja kennararnir það mikið áhyggjuefni að heildarskipulag yfir landið sé ekki tilbúið sem valdi gífurlegu ósamræmi á námsmati nemenda milli námsgreina og milli grunnskóla landsins.

Óskað er eftir að Menntamálaráðuneytið og Menntamálastofnun ljúki sinni vinnu við innleiðinguna en þar er m.a. gert ráð fyrir að nokkrir skólar prufukeyri nýja námsmatið áður en það fari aftur inn í alla grunnskóla landsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2