fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimLjósmyndirLækjarskóli fagnaði 140 ára afmæli

Lækjarskóli fagnaði 140 ára afmæli

Elsti grunnskóli Hafnarfjarðar

Í ár eru 140 ár frá því barnaskóli var stofnaður í Flensborg en vísir að skólanum má rekja til 1875 þegar Þorsteinn Egilsson gekkst fyrir stofnun barnaskóla og kenndi í honum þar til hinn nýi skóli var stofnaður.

Nemendur Lækjarskóla höfðu skreytt skólann, hengt upp gamlar myndir og boðið var upp á viðamikla afmælis­dagskrá 18. október sl.

Haraldur Haraldsson skólastjóri ávarpaði gesti og sagði frá skólanum og starfsemi hans. Því næst tók við viðamikil dagskrá sem Kristín Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri stjórnaði.

Haraldur skólastjóri og Rósa Guðbjartsdóttir

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs, færði skólanum kveðju Hafnarfjarðarbæjar og 100 þúsund kr. til tækjakaupa.

Stóri kór Lækjarskóla söng þrjú lög við góðar undirtektir en Ólafía L. Jensdóttir er stjórnandi hans en Erla Rut Káradóttir lék undir á píanó.

Mímir Kristínarson Mixa leikur á píanó

Þá minntist Hafrún Dóra Júlíusdóttir fyrstu daga sinna í skólanum fyrir meira en hálfri öld en hún hefur einnig á börn við skólann.

Í takt við fjölbreytileika í skólanum var boðið upp á fjölbreyttan upplestur; Vera Víglundsdóttir í 8. bekk sem var fulltrúi skólans í Stóru upplestrarkeppninni í fyrra las á íslensku, Palfs Peneziz í 10. bekk las á lettnesku og Guðmunda Tuyen í 10. bekk las á víetnömsku.

Þá afhjúpuðu feðginin Elías Halldór Melsted og Þórdís Ösp Melsted nemandi við skólann steingerving sem lengi hefur verið í eigu fjölskyldunnar en vildu nú að væri geymdur í skólanum svo fleiri fengu að njóta hans. Steingervingurinn kemur úr Þórishlíðarfjalli í Selárdal en setlögin þar eru talin um 17 milljón ára gömul. Laufblöðin eru af arnarbeyki en sú tegund beykis hefur aðeins fundist á Íslandi. Áberandi rautt laufblað er hugsanlega af kastaníu.

F.h. foreldrafélags skólans færði Jórunn Kristín Fjeldsteð Haraldi skólastjóra smásjá til nota í kennslu við skólann en smásjána má tengja við tölvu.

Elías Óli Hilmarsson í 8. bekk sem einnig var fulltrúi skólans í Stóru upplestrarkeppninni las og það gerði einnig Mímir Kristínarson Mixa í 9. bekk en hann lék einnig sónötu á píanó.

Samkomunni lauk svo með því að allir sungu saman lagið Það er leikur að læra.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2