fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimFréttirSkólamálLeikskólabörnin fögnuðu fjórða Grænfánanum með nýjum umhverfissöng

Leikskólabörnin fögnuðu fjórða Grænfánanum með nýjum umhverfissöng

Hnattrænt jafnrétti er þema Leikskólans Hvamms

Þau byrja snemma börnin að huga að vernd umhverfisins en flestir leikskólar bæjarins láta umhverfismál til sín taka og það á svo sannarlega við í Leikskólanum Hvammi sem fékk fjórða Grænfána sinn afhentan í síðustu viku.

Skól­inn hefur verið að vinna með þemað hnattrænt jafnrétti og víst að börnum í dag er umhugað um umhverfi sitt.

Ásta María Björnsdóttir leikskólastjóri og Katrín Magnúsdóttir verkefnastjóri Skóla á grænni grein, hjá Landvernd.
Nýi grænfáninn kominn upp.

Katrín Magnúsdóttir, verk­efna­stjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd ávarpaði leik­skólabörn og starfsfólk skólans og afhenti fjórða Græn­fána skólans sem skólinn hefur markvisst unnið að því að fá.

Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni um menntun til sjálfbærni rekið af FEE- Foundation for Environmental Education.

Nýr skólasöngur

Nýr skólasöngur, sem kalla má umhverfissöng, var sung­inn í fyrsta sinn opin­berlega en lag og texta samdi starfsmaður við skólann, Ingveldur Thorar­ensen. Dóttir hennar, Sóley Stefánsdóttir tónlistar­kona, útsetti lagið.

Sungu krakkarnir sönginn af mikilli ánægju en sönginn má hlýða á í myndbandinu með fréttinni.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2