Flensborgarskólinn hefur allt frá 1996 staðið fyrir stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur í 8., 9. og 10. bekk.
Fyrst var keppnin aðeins fyrir hafnfirska grunnskólanemendur en síðar bættust nemendur úr öðrum byggðarlögum og halda fjölmargir framhaldsskólar keppnina fyrir nemendur á sínu svæði. Hefur keppnin síðan verið haldin á hverju ári ef frá er talið árið 2008 þegar keppnin féll niður. Umsjón með keppninni í ár hafa þær Matthildur Rúnarsdóttir og Sólveig Kristjánsdóttir.
Í ár tóku 142 nemendur úr 7 grunnskólum bæjarins þátt. Best þátttaka var í 8. bekk þar sem 71 nemandi keppti, 40 nemendur úr 10. bekk kepptu og 31 úr 9. bekk. Tíu efstu í hverjum árgangi voru heiðraðir og fengu páskaegg og bíómiða að gjöf en verðlaun í keppninni voru afhent í Flensborgarskólanum sl. mánudag.
8. bekkur

- Egill Magnússon, Víðistaðaskóla
- Íris Rós Heimisdóttir, Víðistaðaskóla
- Anína Marín Thorstensen, Setbergsskóla

9. bekkur

- Áróra Friðriksdóttir, Víðistaðakóla
- Auður Rán Pálsdóttir, Öldutúnsskóla
- Anja Amelia Miriam Sverrisson, Alþjóðaskólanum

10. bekkur

- Adíb Már Loftsson, Setbergsskóla
- Ísabella Mist Heiðarsdóttir, Setbergsskóla
- Steinunn María Bergþórsdóttir, Áslandsskóla

Ofangreindir nemendur fengu peningaverðlaun frá Íslandsbanka og sigurvegari í hverjum árgangi fengu bók frá Rio Tinto. Þá fékk sigurvegari í 10. bekk skólagjöld niðurfelld á fyrstu önn kjósi hann að stunda nám í Flensborg.