fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSkólamálSigruðu í stærðfræðikeppni grunnskólanna

Sigruðu í stærðfræðikeppni grunnskólanna

142 nemendur úr 8., 9. og 10. bekk tóku þátt

Flensborgarskólinn hefur allt frá 1996 staðið fyrir stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur í 8., 9. og 10. bekk.

Fyrst var keppnin aðeins fyrir hafnfirska grunnskólanemendur en síðar bættust nemendur úr öðrum byggðarlögum og halda fjölmargir framhaldsskólar keppnina fyrir nemendur á sínu svæði. Hefur keppnin síðan verið haldin á hverju ári ef frá er talið árið 2008 þegar keppnin féll niður. Umsjón með keppninni í ár hafa þær Matthildur Rúnarsdóttir og Sólveig Kristjánsdóttir.

Í ár tóku 142 nemendur úr 7 grunnskólum bæjarins þátt. Best þátttaka var í 8. bekk þar sem 71 nemandi keppti, 40 nemendur úr 10. bekk kepptu og 31 úr 9. bekk. Tíu efstu í hverjum árgangi voru heiðraðir og fengu páskaegg og bíómiða að gjöf en verðlaun í keppninni voru afhent í Flensborgarskólanum sl. mánudag.

8. bekkur

Egill Magnússon og Anína Marín Thorstensen.
  1. Egill Magnússon, Víðistaðaskóla
  2. Íris Rós Heimisdóttir, Víðistaðaskóla
  3. Anína Marín Thorstensen, Setbergsskóla
8. bekkingar sem fengu viðurkenningu

9. bekkur

Auður Rán Pálsdóttir og Áróra Friðriksdóttir.
  1. Áróra Friðriksdóttir, Víðistaðakóla
  2. Auður Rán Pálsdóttir, Öldutúnsskóla
  3. Anja Amelia Miriam Sverrisson, Alþjóðaskólanum
Hluti af þeim tíu 9. bekkingum sem fengu verðlaun

10. bekkur

Steinunn M. Bergþórsdóttir, Adíb Már Loftsson og Ísabella Mist Heiðarsdóttir.
  1. Adíb Már Loftsson, Setbergsskóla
  2. Ísabella Mist Heiðarsdóttir, Setbergsskóla
  3. Steinunn María Bergþórsdóttir, Áslandsskóla
Þessir 10. bekkingar urðu efstir í sínum árgangi.

Ofangreindir nemendur fengu peningaverðlaun frá Íslandsbanka og sigurvegari í hverjum árgangi fengu bók frá Rio Tinto. Þá fékk sigurvegari í 10. bekk skólagjöld niðurfelld á fyrstu önn kjósi hann að stunda nám í Flensborg.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2