Miðvikudagur, apríl 2, 2025
target="_blank"
HeimFréttirSkora á Menntamálastofnun að veita aðgang að niðurstöðum PISA könnunar fyrir hvern...

Skora á Menntamálastofnun að veita aðgang að niðurstöðum PISA könnunar fyrir hvern skóla

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að skora á Menntamálastofnun að veita fræðsluyfirvöldum í Hafnarfirði aðgang að niðurstöðum fyrir Hafnarfjörð í PISA könnun greindar niður á hvern skóla fyrir árin 2018 og 2022.

Í samþykktinni segir að ábyrgð sveitarfélagsins á menntun grunnskólabarna sé mikil og því mikilvægt að niðurstöður þeirra prófa og kannanir sem lagðar eru fyrir grunnskólabörn af hálfu ríkis séu aðgengileg þeim sem reka skólana þ.e. sveitarfélögum.

Niðurstöðurnar PISA könnunarinnar sýna ófullnægjandi árangur nemenda á Íslandi í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi í náttúruvísindum. Lækkunin er meiri á Íslandi en í öðrum þátttökulöndum þótt lækkun sé í flestum löndum milli kannanna 2018-2022.

Sveitarfélög þurfa niðurstöður PISA könnunar fyrir sína skóla til að geta greint hvaða kennsla, leiðir, aðferðir og umhverfi er að skila árangri

Í greinagerð sem fylgir áskorun til Menntamálastofnunar segir meðal annars „Um 350-400 börn eru í árgangi í Hafnarfirði og um 4000 börn í grunnskólum bæjarins ár hvert. Menntamálin eru stærsti málaflokkur sveitarfélaga, ríflega 20 milljarðar fara í rekstur skóla- og frístundamála í Hafnarfirði árlega. Ljóst er að stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir og samtök þurfa að leggjast á eitt við að skilja ástæður þeirrar neikvæðu þróunar í lesskilningi og læsi sem kemur fram í könnuninni og bregðast við. Ef það á að raungerast þurfa sveitarfélög sem rekstraraðilar skóla, með ábyrgð á útfærslu kennslu og menntunar frá leikskóla og fram að lokum grunnskóla að fá gögn til að vinna með. Sveitarfélög þurfa niðurstöður PISA könnunar skólanna sinna til að geta greint hvaða kennsla, leiðir, aðferðir og umhverfi er að skila árangri.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2