fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálSkrifa 18 smásögur til að efla lestur og lesskilning

Skrifa 18 smásögur til að efla lestur og lesskilning

LÆK verður sumarbókin 2024  

Barnabókahöfundarnir, Gunnar Helgason og Bergrún Íris Sævarsdóttir, munu á skólaárinu 2023-2024 skrifa alls 18 smásögur í samstarfi við kennara og nemendur á mið- og unglingastigi í níu grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar.

Bergrún Íris skrifar fyrir miðstig og Gunnar Helgason fyrir unglingastig.

LÆK verkefnið hefst í vikunni 4.-8. september nk. með heimsóknum rithöfunda í alla skólana og í framhaldinu munu allir nemendur senda inn hugmynd að söguefni sem má vera eitt orð, nafn eða heilsteypt hugmynd auk þess að senda inn tillögur að nöfnum á sögupersónur. Eina skilyrðið er að sögusviðið tengist skóla nemanda eða skólahverfi.

Nemendur munu svo leggja sitt mat á skrifin, velja sína uppáhalds sögu á hvoru stigi auk þess að vinna verkefni úr sögunni sem fjallar um þeirra skólahverfi. Nemendurnir hafa svo möguleika á að vinna til verðlauna ef þeirra hugmynd ratar í sögurnar.

Þann 18. september nk. munu höfundar draga hugmyndirnar úr potti hvers skóla og skólastigs. Hvor höfundur um sig ræður fjölda dreginna hugmynda og hættir þegar hann telur að nóg sé komið í heila sögu. Höfundarnir ljúka skrifum 1. febrúar 2024 og munu sögurnar verða gefnar út í fallegri bók á síðasta vetrardag 2024.

Lestur er lífsins leikur

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að um árabil hafi Hafnarfjarðarbær unnið markvisst eftir skýrri og skilvirkri læsisstefnu sem ber heitir Lestur er lífsins leikur.

Þetta er stórt samfélagslegt verkefni þar sem leik- og grunnskólar, ásamt foreldrum, heilsugæslu, dagforeldrum og ýmsum stofnunum bæjarins, taka höndum saman um að efla málþroska og læsi barna. Yfirlýst markmið verkefnis er að nemendur geti lesið sér til gagns og ánægju við lok grunnskólagöngu og því lögð sérstök áhersla á skapandi og hvetjandi leiðir og að veita öllum nemendum kennslu við hæfi. Samstarfsverkefnið hefur meðal annars skilað sér í aukinni samfellu milli skólastiga og lagt línurnar um mikilvægi læsis sem grunnstoð alls náms.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2