fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálSmáralundur fékk aftur nafnið sitt

Smáralundur fékk aftur nafnið sitt

Hafði verið með götunafn í rúm fjögur ár

Nýi fáninn kominn upp, með gamla góða nafninu

Nýr fáni leikskólans Smáralundur var tekinn í notkun við hátíðlega athöfn í dag. Leikskólinn sem tekinn var í notkun 3. febrúar 1984 fékk nafnið Smáralundur en eftir að leikskólinn Kató var sameinaður skólanum var efnt til nafnasamkeppni því ekki virtust menn una að annar hlutinn héldi nafninu en hinn ekki. Úr varð að skólinn fékk nafnið Brekkuhvammur eins og gatan við hlið hans og samþykkti bæjarstjórn það nafn á fundi sínum 10. október 2012.

Nafnið olli oft nokkrum ruglingi, ekki síst götuskilti við Jófríðarstaðaveg sem merkti eina deild skólans, gamla Kató. Að vísu var skiltið í öðrum lit en götuskilti en fólk tók ekki alltaf eftir því.

Loksins nú fengu forsvarsmenn leikskólans því framgengt að leikskólinn fengi sitt nafn á ný og var það samþykkt á fundi fræðsluráðs 25. janúar sl.

Leikskólasöngurinn sunginn af innlifun

Sungu og glöddust

Leikskólabörnin sungu og glöddust þegar nýi fáninn var dreginn að hún og sungu þau jafnframt afmælissönginn en skólinn miðar afmælisdaginn við 6. febrúar þó heimildir í fjölmiðlum á þessum tíma segi stofndaginn hafa verið 3. febrúar 1984. Væri vel við hæfi að fá úrskurð um réttan dag.

Bæjarstjórinn og fræðslustjórinn mættu og fögnuðu með krökkunum og starfsfólkinu.

Inga Fríða Tryggvadóttir leikskólastjóri í Smáralundi, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarstjóri á skólaskrifstofu og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.
Leikskólinn Smáralundur

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2