fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálStuðningi við leikskólabörn með sérþarfi misskipt á milli skóla

Stuðningi við leikskólabörn með sérþarfi misskipt á milli skóla

45% barna í Arnarbergi þurfa stuðning m.a. vegna málþroskaerfiðleika en skólinn fær aðeins úthlutað 0.9 stöðugildi

Á leikskólanum Arnarbergi eru 75 börn og af þeim eru 22 erlend. Í haust verða hins vegar 90 börn á leikskólanum. Í heild eru 40 börn sem eru tví- eða fjöltyngd eða eiga við einhverskonar málþroskaerfiðleika eða hegðunarvandamál að stríða. Börn með sérþarfir eru flokkuð í þrjá flokka og í fyrstu tveimur hópunum er börnum úthlutaður sérstakur stuðningur frá fræðsluyfirvöldum en í flokki 3 er engum stuðningi úthlutað. Hver skóli fær úthlutað viðbótar starfsgildi í hlutfalli við stærð og fær leikskólinn Arnarberg 90% stöðugildi til að sinna öllum þeim sem falla í flokk 3. Þetta er þrátt fyrir að um 45% barna á Arnarbergi falli undir flokk 3!

0,9 stöðugildi til að sinna sérþörfum 45% leikskólabarna

Í bréfi til fræðsluráðs sem leikskólastjóri og allir deildarstjórar á Arnarbergi rita er óskað eftir því að sú staða sem skólinn er kominn í verði skoðuð. Segir í bréfinu að ekki sé nóg að taka mið af barnafjölda í hverjum leikskóla fyrir sig heldur þurfi að meta hvar þörfin er mest. Skólinn fái aðeins 0.9 stöðugildi þrátt fyrir að 45% barna falli í þennan flokk og 22 börn séu erlend. Það kosti mikla vinnu og segir Oddfríður Jónsdóttir í samtali við Fjarðarfréttir að skólinn leggi mikinn metnað í að sinna þessum börnum af kostgæfni en það gefi auga leið að skólinn þurfi fleiri stöðugildi. Oddfríður segir nokkuð hátt hlutfall erlendra barna í skólanum sem skýrist af staðsetningu skólans.

Fræðsluráð tók málið fyrir á fundi sínum sl. miðvikudag og leggur áherslu á að stuðningur við börn af erlendum uppruna sé miðaður við þarfir hvers barns og fjölskyldu þess. Ráðið vísaði því til sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að gera úttekt á stuðningi við börn af erlendum uppruna í öllum leikskólum bæjarins, meta þörf á auknum stuðningi og koma með tillögur að breytingum innan leikskóla bæjarins, þar sem þörf er á.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2