fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólastjóri Áslandsskóla, sem hættir eftir að hafa verið sendur í veikindaleyfi, fær...

Skólastjóri Áslandsskóla, sem hættir eftir að hafa verið sendur í veikindaleyfi, fær þakkir frá fræðsluráði

Leifur S. Garðarsson, skólastjóri, óskaði eftir því að láta af störfum sem skólastjóri Áslandsskóla frá og með 1. apríl sl. og á fundi fræðsluráðs í gær þakkaði ráðið Leifi fyrir störf sín og framlag til skólamála til fjölda ára. Ráðið hefur hins vegar ekki tjáð sig um ásakanir sem bornar voru á Leif né veikindaleyfið.

Unn­ur Elva Guðmunds­dótt­ir aðstoðarskóla­stjóri mun sinna starfi skóla­stjóra Áslands­skóla til 1. ág­úst eða þar til nýr skóla­stjóri hef­ur verið ráðinn en starfið hefur þegar verið auglýst.

Leifur var sendur í ótímabundið veikindaleyfi í byrjun febrúar eftir að greint hafði verið frá því að hann hafði verið rekinn úr starfi við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilboð til leikmanns í kvennaflokki. Tók Körfuknattleikssamband Íslands þá ákvörðun í febrúar í fyrra. Leifur er mjög reynslumikill körfuboltadómari og þjálfaði lið í efstu deild í fótbolta.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2