Leifur S. Garðarsson, skólastjóri, óskaði eftir því að láta af störfum sem skólastjóri Áslandsskóla frá og með 1. apríl sl. og á fundi fræðsluráðs í gær þakkaði ráðið Leifi fyrir störf sín og framlag til skólamála til fjölda ára. Ráðið hefur hins vegar ekki tjáð sig um ásakanir sem bornar voru á Leif né veikindaleyfið.
Unnur Elva Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri mun sinna starfi skólastjóra Áslandsskóla til 1. ágúst eða þar til nýr skólastjóri hefur verið ráðinn en starfið hefur þegar verið auglýst.
Leifur var sendur í ótímabundið veikindaleyfi í byrjun febrúar eftir að greint hafði verið frá því að hann hafði verið rekinn úr starfi við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilboð til leikmanns í kvennaflokki. Tók Körfuknattleikssamband Íslands þá ákvörðun í febrúar í fyrra. Leifur er mjög reynslumikill körfuboltadómari og þjálfaði lið í efstu deild í fótbolta.