fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimFréttirSkútubryggja brotnaði og tveir bátar skemmdust lítilega í nótt

Skútubryggja brotnaði og tveir bátar skemmdust lítilega í nótt

Bryggjan er í eigu Hafnarfjarðarhafnar

Það sem bar til tíðinda í nótt er að skútubryggjan brotnaði í sundur á nýjum stað og það er smá skemdir á tveim bátum og bryggan er stórskemd

Bryggjan sem skemmdist.

Skemmdir urðu á skútubryggju í Flensborgarhöfn í nótt þegar festingar gáfu sig. Bryggjan er úr þremur einingum en nýlega var þriðju einginunni bætt við. Í desember skemmdust festingar á milli 2. og 3. eininganna en nú brotnuðu festingar á elsta hlutanum sem er næst landi. Töluverð hreyfing komst á bryggjuna og á meðan félagsmenn Siglingaklúbbsins Þyts og fl. tryggðu bryggjuna skemmdust tveir bátar lítillega er þeis rákust í bryggjuna.

Bryggjan er í eigu Hafnarfjarðarhafnar sem mun sjá um lagfæringar á henni. Töluverð fjölgun hefur verið á skútum í höfninni og bryggjurnar vel nýttar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2