fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirSlökkviliðið á rangri leið að eldi

Slökkviliðið á rangri leið að eldi

Á tíunda tímanum í kvöld var tilkynnt um eld við Álhellu á Geymslusvæðinu í Kapelluhrauni.

Slökkviliðið kom að læstu hliði sem þó var fljótlega opnað.

Tveir slökkvibílar fóru af staðinn en fóru fyrst í iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni en urðu þar frá að hverfa því þaðan er ekki hægt að komast að Geymslusvæðinu. Ekki er vitað á þessari stundu hvort slökkviliðið hafi fengið rangar upplýsingar eða ruglast á hverfum þar sem göturnar hafa sömu endingu. Á korti ja.is má ætla að tenging sé á milli hverfanna. Þá eru tvær götur sem heita mjög svipað, Álhella og Álfhella. Álfhella nær frá Breiðhellu og inn á svæði Kvartmíluklúbbsins, en Álhella er frá Reykjanesbraut að Geymslusvæðinu.

Sem betur fer var eldur ekki mikill en slökkviliðið þurfti að bíða í smá stund þegar það kom að svæðinu frá Reykjanesbraut því svæðið er með læstu hliði.

Frá vettvangi í kvöld

Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var í einhverju sem þarna er geymt. Nokkuð var í næsta hús og mikið af farartækjum og gámum.

Svæðið þar sem eldurinn var er merkur með gulum hring. Kortið er af kortavef Hafnarfjarðarbæjar on loftmyndin er gömul og orðin úrelt.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2