fbpx
Laugardagur, janúar 11, 2025
target="_blank"
HeimFréttirSlökkviliðið afhjúpaði húsnæði Oddfellowa

Slökkviliðið afhjúpaði húsnæði Oddfellowa

Lögreglubifreið með blikkandi ljós stöðvaði umferð að Staðarbergi 2 um tíma í dag en þá hafði álplata úr þakkanti fokið niður og fallið á milli bíla á bílastæðinu, þó án þess að valda neinu tjóni.

Slökkviliðsmenn fjarlægja blaktandi álplötu.

Slökkviliðið kom síðar á staðinn með körfubíl og tveir slökkviliðsmenn voru hífðir upp á þak á lægri hluta hússinns þar sem þeir losuðu plötu sem var blaktandi laus og fleiri plötur sem búast mátti við að losnuðu líka.

Mikill fúi í grind þakkantsins er greinileg orsök þess að plötur losnuðu.

Ástæða þess að plöturnar losnuðu í nokkrum vindi í dag var greinilega mikill fúi í grind sem er undir þakkantinum. Líklegt er að endurnýja þurfi stóran hluta þakkantsins og mikil mildi að enginn slasaðist þegar platan fauk niður.

Húsnæðið bak við þakkantinn er í eigu Oddfellowreglunnar og sagði fulltrúi hennar í hússtjórn þetta hafi komið á óvart og greinilegt að leggja þurfi í töluvert viðhald. Það fellur þó ekki aðeins á Oddfellowa enda er þak og hjúpfletir húss sameign allra.

Að loknum aðgerðum slökkviliðs.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2