fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSpilakassar opnir þrátt fyrir sóttvarnarreglur - Vilja svör frá ráðherra

Spilakassar opnir þrátt fyrir sóttvarnarreglur – Vilja svör frá ráðherra

Spilakassar Íslandsspila sh. eru opnir nú þegar miklar takmarkanir eru á aðgangi fólks í ýmsa þjónustu.

Samtök áhugafólks um spilafíkn óska eftir rökstuddum svörum við því hvers vegna heilbrigðisráðherra tók út spilakassa í nýjustu reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, í andstöðu við tillögur sóttvarnalæknis um opinberar sóttvarnaaðgerðir, sbr. minnisblað hans þar að lútandi dags. 29. október sl.

Segir í bréfi til heilbrigðisráðherra að að afleiðingar ákvörðun ráðherra sú það að Íslandsspil sf. hafa spilakassa sína opna. Þrátt fyrir að spilakassar þeirra eru staðsettir í spilasölum. Varla sé það hlutverk heilbrigðisráðherra að gæta fjárhagslegra hagsmuna einstakra rekstraraðila umfram aðra, á kostnað lýðheilsu almennings í landinu.

Óska samtökin eftir upplýsingum um hver sé hin brýna þörf sem knýr heilbrigðisráðherra til að fara gegn tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum.

Jafnframt óska Samtök áhugafólks um spilafíkn eftir afriti af öllum erindum sem kunna að hafa borist ráðuneytum varðandi spilakassa í tenglsum við sóttvarnir gegn Covid, hvort sem um ræðir beiðnir um að hafa umrædda spilakassa opna eða útskýringar á starfsemi þeirra, eða staðsetningu.

Samtök áhugafólks um spilafíkn fordæma að lýðheilsu og velferð svo viðkvæms hóps, sem spilafíklar eru, sem og lýðheilsu alls almennings, sé fórnað á altari hagsmunagæslu eigenda og rekstraraðila spilakassa Íslandsspila; Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ.

Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti nýlega að samtökin muni hætta þátt­töku sinni í rekstri spila­kassa og muni slíta tengsl sín við Íslands­spil.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2