fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirStefnir í gott flugeldaveður og góða sölu hjá Björgunarsveitinni

Stefnir í gott flugeldaveður og góða sölu hjá Björgunarsveitinni

Opið til kl. 22 í kvöld og kl. 9-16 á morgun, gamlársdag

Flugeldasala hjá Björgunasveit Hafnarfjarðar fer rólega af stað að sögn Gísla J. Johnsen, formanns Björgunarsveitarinnar, en hann var einn þeirra fjölmörgu björgunarsveitarmanna sem stóðu vaktina í björgunarmiðstöðinni Kletti við Lónsbraut. Segir hann reyndar að fyrstu söludagarnir séu þó ávallt rólegir en telur þó að slæm veðurspá hafi dregið úr sölu fyrstu dagana.

Gísli J. Johnsen, formaður björgunarsveitarinnar hafði í nógu að snúast við sölustörfin í dag.

Björgunarsveitirnar auglýsa núna gott flugeldaveður en Veðurstofan spáir SV 6-8 m/s, þurru veðri og 4-5 °C sem er í raun mjög gott flugeldaveður eins og Björgunarsveitirnar auglýsa. Vindurinn gerir það að verkum að himinninn helst heiður og reykurinn af flugeldunum fýkur strax burt.

Það ætti að gleðja bæði ljósmyndara og þá sem viðkvæmir eru fyrir svifryksmengun. Ljósmyndarar fá kolsvartan bakgrunn og mengunin fýkur hratt í burtu.

Þeir sem skjóta þurfa að velja sér gott svæði og öruggt undirlag en eru lausir við úrkomu og mikinn kulda.

Gísli segir að ekki verði vitað hvernig salan verði miðuð við söluna í fyrra, fyrr en eftir lokun í dag en hann segir söluna í daga hafa bæði verið jafna og mikla og býst hann við enn meiri sölu í kvöld en sölustaðir eru opnir til kl. 22 í kvöld og kl. 9-16 á morgun gamlársdag.

Fyrir þá sem ekki vilja skjóta upp flugeldum geta styrkt sveitirnar og umhverfið með því að fjárfesta í Rótarskoti.

Gísli hvetur fólk til að fara varlega, fara eftir leiðbeiningum á skoteldum og nota hlífðargleraugu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2