fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirStefnir í ívið betri kjörsókn en í síðustu sveitarstjórnarkosningum

Stefnir í ívið betri kjörsókn en í síðustu sveitarstjórnarkosningum

Kjörstöðum hefur verið lokað og talning er í fullum gangi.

Á kjörskrá voru 21.744, 974 fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum fyrir 4 árum en þá var 58,1% kjörsókn.

Kjörsókn á kjörstað var 51,8% kl. 21 en þá var eftir að taka með utankjörstaðaatkvæði sem voru um 1.625 en eftir var að yfirfara tölurnar. Skv. upplýsingum frá yfirkjörsókn stefnir í að kjörsókn verði 59,6% eða ívið meiri en við síðustu kosningar.

Vegna breyttra skilyrða um kosningarétt eftir að ný kosningalög tóku gildi 1. janúar 2022 hefur fjöldi kjósenda á kjörskrá aukist frá sveitarstjórnarkosningum 2018. Þetta getur haft áhrif á kjörsóknarhlutföll. Breytingin felst í því að allir norrænir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri og eru með lögheimili í Reykjavík eru nú á kjörskrá og einnig aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri og hafa verið með lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag.

Aðeins 2 kjörstaðir eru í Hafnarfirði aðeins 2 kjörstaðir en voru mest fjórir þegar bæjarbúir voru töluvert færri. Því eru 10.872 kjósendur á hvorn kjörstaðinn á meðan þeir eru aðeins 4.365 á hvern kjörstað í Reykjavík.

Stefnt er á að birta fyrstu tölur úr Hafnarfirði upp úr kl. 22

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2