fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirStefnt að byggingu 150 leiguíbúða

Stefnt að byggingu 150 leiguíbúða

ASÍ og Hafnarfjarðarbær gefa út sameiginlega viljayfirlýsingu

Í ljósi þeirra brýnu verkefna sem blasa við í húsnæðismálum hafa Hafnarfjarðarkaupstaður, og Alþýðusamband Íslands f.h. óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar ákveðið að taka höndum saman um að hefja uppbyggingu 150 leiguíbúða í Hafnarfirði.

Hafa aðilar gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða í Hafnarfirði sem tekur m.a. til:

Að Alþýðusamband Íslands vinni að stofnun og fjármögnun húsnæðissjálfseignarstofnunar til að hefja uppbyggingu 150 leiguíbúða fyrir fjölskyldur og einstaklinga í Hafnarfirði á næstu fjórum árum, en félagið mun starfa á landsvísu.

Að Hafnarfjarðarkaupstaður gefi vilyrði um úthlutun á lóðum til að reisa leiguíbúðir til fyrirhugaðs íbúðafélags  á vegum Alþýðusambands Íslands.

Hafnarfjarðarkaupstaður stefnir að því að úthlutað verði lóðum fyrir uppbyggingu 150 almennra íbúða (leiguíbúða) á grundvelli laga frá Alþingi sem fela í sér stofnframlag Hafnarfjarðarkaupstaðar til uppbyggingarinnar, í samræmi við ákvæði laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir .

  • árið 2016 verði úthlutað lóðum fyrir 32 íbúðir
  • árið 2017 verði úthlutað lóðum fyrir 28 íbúðir
  • árið 2018 verði úthlutað lóðum fyrir 45 íbúðir
  • árið 2019 verði úthlutað lóðum fyrir 45 íbúðir

Hluti þessara íbúða getur risið sem hluti af verkefnum við þéttingu byggðar. Fyrirvari er hafður um fjölda íbúða og hraða úthlutana.

Við uppbygginguna skal horfa til atriða eins og félagslegrar blöndunar, yfirbragðs, íbúalýðræðis og hönnunar og skal það útfært nánar í samvinnu aðila. Jafnframt skal huga að félagslegri blöndun í tengslum við hvert verkefni, enda mun Hafnarfjarðarkaupstaður ekki sækja um stofnframlög af sinni hálfu eða stofnana þess á gildistíma þessarar yfirlýsingar. Hafnarfjarðarkaupstaður getur hins vegar samið við aðra aðila um slíkt.

Hafnarfjarðarkaupstaður gerir það að skilyrði fyrir veitingu stofnframlaga til verkefnisins að fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar hafi að jafnaði ráðstöfunarrétt að 25% íbúða í sérstöku samkomulagi sem aðilar munu gera um hvert verkefni.

Uppbygging í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarkaupstaður lýsir yfir vilja sínum til að úthluta eftirtöldum lóðum til uppbyggingarinnar árið 2016, skv. nánara samkomulagi:

Hraunskarð 2-4-6-8. Samkvæmt auglýstri tillögu að deiliskipulagi er heimilt að reisa á lóðinni 22 íbúðir.

Hádegisskarð 4-6. Samkvæmt auglýstri tillögu að deiliskipulagi er heimilt að reisa á lóðinni 10 íbúðir.

Lesa má yfirlýsinguna í heild hér.

Lóðir undir leiguíbúðir
Lóðir undir leiguíbúðir við Hádegisskarð og Hraunskarð

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2