fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirStjórn foreldrafélags Áslandssskóla gagnrýnir aðferðarfræði við núverandi verkfallsaðgerðir

Stjórn foreldrafélags Áslandssskóla gagnrýnir aðferðarfræði við núverandi verkfallsaðgerðir

Foreldrafélag Áslandsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna verkfallsaðgerða í skólanum þar sem stjórn félagins segist virða rétt kennara til verkfallsaðgerða. Hins vegar gagnrýnir stjórnin þá aðferðafræði sem notuð er í yfirstandandi verkfalli, þar sem einungis ákveðnir skólar verða fyrir áhrifum.

Segir í yfirlýsingunni að slíkar aðgerðir skapi ójafnræði og óréttlæti gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra í þeim skólum sem valdir eru, án skýringa á grundvelli þess hvers vegna einir nemendur sæta skerðingum fram yfir aðra skóla á landinu.

Lýsir stjórnin yfir áhyggjum af stöðu nemenda í Áslandsskóla, og þá sérstaklega barna í viðkvæmri stöðu, barna sem glíma við félagslegar og námslegar áskoranir.

„Þessar aðgerðir skapa óvissu og streitu fyrir fjölskyldur og raska skólastarfi í þeim skólum sem verða fyrir valinu, án nokkurrar skýringar á grundvelli þess hvers vegna nemendur Áslandsskóla skulu sæta þessum skerðingum fram yfir aðra.“

Bendir stjórn foreldrafélagsins á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var hér á landi, eigi öll börn rétt á námi og að njóti verndar gegn hvers kyns mismunun.

„Foreldrafélagið telur að núverandi verkfallsaðgerðir gangi gegn þessum grunngildum með því að skerða nám nemenda í Áslandsskóla fram yfir önnur börn í þjóðfélaginu.

Stjórn foreldrafélags Áslandsskóla hvetur samningsaðila til að ná sáttum sem allra fyrst og tryggja þannig jafnrétti og stöðugleika fyrir öll börn.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2