fbpx
Mánudagur, janúar 20, 2025
HeimFréttirStjórn Sörla veit ekki hvað formaður bæjarráðs á við

Stjórn Sörla veit ekki hvað formaður bæjarráðs á við

Stjórn hestamannafélagsins Sörla segist ekki vita hvað ágætur formaður bæjarráðs á við þegar hann segir umræðuna ekki byggða á réttum upplýsingum.

„Það kom ekki fram í orðum formanns bæjarráðs við hvað var átt,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Hestamannafélagsins Sörla vegna fréttar sem birtist í síðustu viku, þar sem vitnað er í ummæli formanns bæjarráðs, Ágústs Bjarna Garðarssonar, sem segir að „umræðan sé ekki byggð á réttum upplýsingum“, og er þá vísað til þeirra yfirlýsinga sem stjórn Sörla sendi frá sér í síðustu viku. Einnig er haft eftir formanni bæjarráðs að „hann trúi því ekki fyrr en á reynir að forsvarsmenn Sörla ætli ekki að vinna með bæjarfélaginu að góðri og skynsamlegri uppbyggingu á íþróttasvæði félagsins“.

Í yfirlýsingu frá stjórn Sörla segir að félagið hafi undanfarin 10 ár reynt að vera faglegt, málefnalegt og umfram allt afar þolinmótt í öllum sínum viðræðum við Hafnafjarðarbæ.

„Það sem er hins vegar með öllu óskiljanlegt í tilvitnuðu ummælum formanns bæjarráðs, eru þau orð hans að Sörli ætli ekki með einhverjum hætti að vinna með bæjarfélaginu að góðri og skynsamlegri uppbyggingu á Sörlasvæðinu. Hvernig er með nokkru móti hægt að draga þá ályktun af þeim áhyggjum sem stjórn Sörla hefur lýst, að félagið ætli ekki að vinna með bæjaryfirvöldum að uppbyggingu á svæðinu?

Sem aldrei fyrr vill stjórn Sörla vinna með Hafnafjarðarbæ að uppbyggingunni. Það hefur aldrei verið spurning um Sörla. Spurningin er hins vegar vill Hafnarjarðarbær ekki örugglega styðja við uppbyggingu hjá Sörla, virða forgangsröðun ÍBH, klára samninga og hefjast handa um leið og fjárheimildir fást. Það er einlæg ósk hestamannafélagsins Sörla,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórn Sörla sem endar með orðunum:

„Stutt já væri frábært svar hr. forseti bæjarráðs.“

Tengdar fréttir:

Á að svíkja Sörla og valta yfir Íþróttabandalag Hafnarfjarðar?

Sörli undrast tregðu bæjaryfirvalda við að gera samning um reiðhöll

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2