fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirStórbruni á Hvaleyrarbraut 22 - Húsið ónýtt að mestu - MYNDIR

Stórbruni á Hvaleyrarbraut 22 – Húsið ónýtt að mestu – MYNDIR

17 manns skráðir til heimilis í húsi sem ekki var samþykkt til íbúðar

Eldur braust út í iðnaðarhúsnæði að Hvaleyrarbraut 22 upp úr hádegi í dag og allt tiltækt slökkvilið barðist lengi dags við mikinn eld. Undir kvöld hafði slökkviliði tekist að ná tökum á eldinum en þá var húsið talið ónýtt.

Áfram var þó unnið að slökkvistarfi og stórvirk vél notuð til að rífa niður hluta af húsinu.

 

Gríðarlega eyðilegging hefur orðið og fremst má sjá þar sem flest fólkið bjó.

17 manns voru skráðir til heimilis í húsinu en ekki er vitað hversu margir voru inni þegar eldur braust út en talið var að tekist hafi að koma öllum út.

Mikill viðbúnaður var vegna brunans

Engin heimild var til íbúðar í húsinu og skv. teikningum var húsið iðnaðarhúsnæði og skrifstofur. Húsið var byggt á sjötta áratugnum undir starfsemi Lýsis og mjöls en síðar var húsnæðið endurbyggt.

Miðað við það hversu hratt eldurinn braust út taldi talsmaður slökkviliðsins nokkuð víst að brunavarnir hafi ekki verið í lagi, ekki síst þegar horft væri til þess hversu hratt eldurinn barst á milli brunahólfa.

Frá Hvaleyrarbrautinni í dag.

Mikinn reyk lagði yfir Hvaleyrarholtið og langt upp í land og mátti sjá reykinn víða að, m.a. úr Hvalfirðinum.

Reykinn mátti m.a. sjá frá Hvalfirðinum.

19 brunahólf

Í brunahönnun frá 2006 er húsið sagt ein brunasamstæða, samtals 2.494 m², skipt niður í 19 brunahólf á þremur hæðum. Ákvæði voru um að í húsinu væri viðurkennt brunaviðvörunarkerfi.

Breytingar voru samþykktar á húsnæðinu 2015 og yfirfarðar af brunahönnuði en síðustu breytingar á teikningum voru samþykktar 2016.

Húsin standa við Hvaleyrarbraut þó aðkoma sé að mestu frá Lónsbraut
Búið var á annarri hæðinni.
Hluti hússins stendur enn
Krabbi notaður við að rífa niður húsið
Enn var verið að sprauta vatni á glæðurnar á tíunda tímanum í kvöld.
Slökkviðliðið að störfum um tíu tímum eftir að eldur kom upp
Sjá má að eyðileggingin er mikil

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2