fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirStrætóskýlum skipt út í Hafnarfirði

Strætóskýlum skipt út í Hafnarfirði

Fyrirtækið Dengsi ehf. yfirtók í vor rekstur fjölmargra biðskýla í Hafnarfirði. Eru þetta öll skýlin sem voru með auglýsingastand á annarri hliðinni og glerveggi.

Skýlin eru nú komin nokkuð til ára sinna og hefur Dengsi ehf. þegar hafið útskiptingu á þeim eins og bæjarbúar hafa kannski tekið eftir.

Verið að skipta út skýli á Strandgötu.

Að sögn Vésteins G. Haukssonar, framkvæmdastjóra Dengsa, er verið að skipta út skýlum þar sem hægt er að komast í fast rafmagn og telur hann að fyrir frost í jörðu verði búið að skipta út um 20 skýlum.

Birtustillt LED skilti

Nýju skýlin eru með LED auglýsingaskiltum og eru nettengd. Lýsingin er stillt eftir birtustigi úti og aðstæðum á hverjum stað en þau eiga að sögn Vésteins ekki að valda fólki neinum truflunum eins og oft vill verða með ljósaskilti. Ljósmagnið er minnkað þegar dimmir og fer jafnvel niður í 2-4% þegar dimmt er úti og skýlin eru í nálægð við hús.

Hér má sjá sama skilti og hér að ofan en í myrkri.

Greinilega hefur tekist vel til því blaðamaður hafði ekki tekið eftir hvort búið var að skipta um skýli þar sem nýtt ljósaskilti var komið

Möguleiki á rauntímaupplýsingum

Skýlin eru tilbúin fyrir raumtímaupplýsingar frá Strætó en ekki hefur enn verið samið um þá þjónustu við Hafnarfjarðarbæ.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2