Fyrir nokkrum árum var gerður strandhandboltavöllur á Víðistaðatúni, skammt frá skátaheimilinu. Það hefur eflaust þótt tilhlýðilegt í handboltabænum Hafnarfirði. En bærinn reyndist greinilega ekki þessi handboltabær og sjaldan sást nokkur nota völlinn.
Nú hefur verið sett upp blaknet á völlinn og sandvöllurinn endurnýjaður svo núna er þarna fyrirtaks strandblakvöllur þó engin sé ströndin. Er vonandi að völlurinn verði meira notaður en áður.