Stuttmyndin TÓI var frumsýnd í Smárabíói í síðustu viku en hún er um 12 ára stúlku, Árúnu og viðburðaríka sumarið hennar þegar hún kynnist tröllinu Tóa.
Stuttmyndin TÓI er um 12 ára stúlkuna Árúnu og viðburðaríka sumarið hennar þegar hún kynnist tröllinu Tóa. Árún og Tói lenda í ýmis ævintýrum saman og kynnast þar á meðal huldukonu á ferðum sínum.
Annar höfundanna er Hafnfirðingurinn Reynir Snær Skarphéðinsson, ungur kvikmyndagerðarmaður sem er leikstjóri og framleiðandi á stuttmyndinni. Hann lauk nýlega námi sínu úr Borgarholtsskóla af kvikmyndagerðarbraut þar sem að hann leikstýrði stuttmyndinni „Blóðhefnd“ sem byggði á 17. aldar víkingasögunni Amlóða-sögu. Frá og með haustinu mun Reynir stunda nám í Kvikmyndafræði við Háskóla Íslands.
Hinn höfundurinn er suður-kóreski Kópavogsbúinn, Jun Gunnar Lee Egilsson, nemi í kvikmyndagerð við Listaháskóla Íslands sem er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi á stuttmyndinni. Hann lauk námi úr Borgarholtsskóla árið 2022, og hefur síðan þá leikstýrt fjölda stuttmynda.
Skapandi sumarstörf voru endurvakin sumarið 2021 í samstarfi við ungmennahúsið Hamarinn, en Skapandi sumarstörf hafði verið starfrækt sumarið 2017 fyrir hópa og einstaklinga á aldrinum 18-25 ára. Valdir hópar fengu tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem einnig myndu lífga upp á mannlífið í bænum. Var starfsemin rekin af Vinnuskóla Hafnarfjarðar og er Klara Ósk Elíasdóttir verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.
Í ár eru sjö fjölbreyttir hópar og einstaklingar sem starfa á vegum skapandi sumarstarfa.