fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSuðurbæjarlaug lokuð fram í ágúst vegna viðhalds- og nýframkvæmda

Suðurbæjarlaug lokuð fram í ágúst vegna viðhalds- og nýframkvæmda

50 m laugin í Ásvallaug lokuð fram í miðjan júlí

Sl. mánudag hófust framkvæmdir við Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug sem hafa áhrif á opnunartíma lauganna.

Suðurbæjarlaug hefur alveg verið lokað vegna umfangsmikilla viðhalds- og nýframkvæmda.

Að sögn Helgu Stefánsdóttur, forstöðumanns framkvæmd- og rekstrardeildar Hafnarfjarðarbæjar er verið að lagfæra flísar í lauginni og lagfæra á loftræstingu. Þá hafa verið boðnar út breytingar á útisvæðinu sem Helga segir að verið sé að rýna betur.

Stefnt er að opnun laugar í þrepum um miðjan ágúst n.k. allt eftir framvindu verks.

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur ítrekað tekið málefni Suðurbæjarlaugar fyrir á fundum sínum en en hvergi kemur neitt fram í fundargerðum hvað eigi að gera, hver kostnaðurinn verði, í raun aðeins að ákveðið hafi verið að semja við Úti og inni um hönnun sem bauð lægst í verkið auk þess sem ein teikning var birt með hugmyndum að aðgerðum en þó án allra skýriga.

Uppdráttur með hugmyndum að framkvæmdum þar sem sjá má að byggja á nýtt gufubað og gera nýja aðstöðu fyrir laugarvörslu, setja nýja kalda potta, gera nýja vaðlaug og grunna laug við rennibrautina.

22. júní sl. var erindi frá Hafnarfjarðarbæ tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem Jón Þór Þorvaldsson f.h. Hafnarfjarðarbæjar sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi búningshúss og um leið stækka vindfang. Byggja á sundlaugarsvæði úti tvo kalda potta, eina vaðlaug, útihús sem inniheldur eimbað, útigeymslu og upphækkað vaktsvæði.

Afgreiðslu á erindinu var þó frestað þar sem gögn voru ófullnægjandi. Þó er búið að bjóða verkið út án þess að komið hafi fram í fundargerðum hvað hafi verið boðið út.

Stóra laugin í Ásvallalaug lokuð fram í miðjan júlí

Í Ásvallalaug verður 50 m laugin tæmd og lokað vegna flísaviðgerða.

Þá á að bæta hljóðvist við barnalaugina og laga lýsingu auk almennra viðhaldsverka.

Aðrar laugar, pottar, böð og líkamsrækt Gym Heilsu á 2. hæð verða opin venju samkvæmt. Stefnt er að opnun 50 m laugarkersins að nýju um miðjan júlí.

Sundhöllin opin

Vegna þessa verður aukið við opnun í Sundhöll Hafnarfjarðar og verður hún opin um helgar á meðan framkvæmdum stendur. Á laugardögum verður opið frá kl. 8-18 og á sunnudögum frá kl. 8-20.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2