ÍSÍ bikarinn er afhendur því félagi eða íþróttadeild sem skarar framúr í félagslegri uppbyggingu og íþróttalegum árangri.
Bikarinn var afhentur á íþróttahátíð Hafnarfjarðar sem haldin var í kvöld.

Að þessu sinni var það Sundfélag Hafnarfjarðar sem hlaut ÍSÍ bikarinn en félagið hefur staðið sig afburða vel á árinu, átt flesta Íslandsmeistaratitla í sundi á árinu og unnið til fjölda verðlauna. Það er eitt öflugasta íþróttafélag í sinni grein á Íslandi.
Þá hefur félagið staðið vel að uppbyggingu félagsins og fékk nýlega endurnýjun sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.