fbpx
Sunnudagur, desember 29, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSundfélag Hafnarfjarðar fékk ÍSÍ bikarinn

Sundfélag Hafnarfjarðar fékk ÍSÍ bikarinn

ÍSÍ bikarinn er afhendur því félagi eða íþróttadeild sem skarar framúr í félagslegri uppbyggingu og íþróttalegum árangri.

Bikarinn var afhentur á íþróttahátíð Hafnarfjarðar sem haldin var í kvöld.

Hrafnkell Marinósson, formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, Karl Georg Klein, formaður SH, Fríða Kristín Jóhannesdóttir, varaformaður SH og Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ

Að þessu sinni var það Sundfélag Hafnarfjarðar sem hlaut ÍSÍ bikarinn en félagið hefur staðið sig afburða vel á árinu, átt flesta Íslandsmeistaratitla í sundi á árinu og unnið til fjölda verðlauna. Það er eitt öflugasta íþróttafélag í sinni grein á Íslandi.

Þá hefur félagið staðið vel að uppbyggingu félagsins og fékk nýlega endurnýjun sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2