fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirSundlaugum lokað frá morgundeginum - uppfært

Sundlaugum lokað frá morgundeginum – uppfært

Dags gamlar reglur strax orðnar úreltar

Nýjar reglur um fjöldatakmörkum á sundstöðum tóku gildi í gær en í dag var ákveðið að loka sundstöðum á höfuðborgarsvæðinu frá morgundeginum.

Framkvæmdaráð almannavarna fundaði í dag með m.a. sóttvarnalækni sem þá vann enn að minnisblaði til ráðherra.

„Hann mæltist til þess að sundlaugum yrði lokað strax á morgun þótt aðrar reglur eða tilmæli væru ekki tilbúin. Það varð úr að sveitarfélögin sendu sameiginlega frá sér yfirlýsingu um lokun á morgun og urðu þar með við beiðni hans,” segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði í svari við fyrirspurn Fjarðarfrétta en þessi sameiginlega tilkynning var ekki send Fjarðarfréttum.

Uppfært kl. 20.24:

Eftir nokkra eftrirgrennslan fékkst tilkynning send frá aðstoðarmanni borgarstjórans í Reykjavík:

Sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað frá og með morgundeginum 7. október vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Ákvörðunin er tekin sameiginlega af öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að höfðu samráði við sóttvarnarlækni og almannavarnir.

Tekið skal fram að öll 6 og 12 mánaða kort verða framlengd um þann tíma sem laugarnar eru lokaðar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2